« Home | Halló » 

þriðjudagur, september 30, 2003 

Þriðjudagur til þrautar

Halló allir saman
Héðan úr borg óttans er allt fínt að frétta. Komin í þriggja vikna "frí" sem ég á að nýta til að vinna lokaverkefnið mitt sem hefur fengið vinnuheitið "Geðheilbrigði ungra kvenna í námi"
Fór á 80´s kvöld á föstudaginn með Hafdísi Gunn í boði Nörda sem er nemendafélag tölvunarfræðinemar og af því að ég er svo klár á tölvur getið þið farið í linkann myndir og séð okkur skvísurnar saman..
Það var hringt í mig áðan frá A-7 og ég fer að vinna á föstudag og laugardag. Það þýðir = peningar, og ekki veitir nú af þeim á þessum bæ.
Fjáröflunin fyrir útskriftarferðina er byrjuð á fullu og ég er að selja nauðsynlegar eldhúsvörur fyirir mjög hagstætt verð... Ef þið hafið áhuga, endilega hringja.
Á næstu helgi verður tekin djammpása (farin að halda að ég sé komin með alka einkenni, huhumm). Verð bara alla helgina að passa hjá Steinu frænku og vinna. Það er bara fínt, get ég legið fyrir framan sjónvarpið og örugglega fundið eitthvað gott að borða.

Jæja látum þetta duga í bili

Hrabbilíus