Sparidagur
Dagurinn í dag hefur bara verið með besta móti, fór og keypti mér geisladiska á einhverjum markaði í blómaval, fór í kringluna og verslaði þar smotterí á útsölu. Það er svo gaman þegar sunnudagar eru þynnkulausir, þá klæði ég mig oft í pils af því að þetta er svolítill sparidagur. Ég og Halla fórum út í búð áðan og keyptum kjúkling sem við ætlum að hafa í sunnudagsmatinn... Fyrsta skiptið sem ég elda mér eitthvað í eldhúsinu á fjórðu hæð...
Það var rosa stuð á föstudaginn, fórum á caruso að borða og ég var svo södd að ég var langt fram eftir kvöldi að jafna mig. Eftir gítarglamur og eldhúspartý hjá Ragga fórum við á leikhúskjallarann þar sem fólk var í misjöfnu ástandi (sumir stungu af heim, aðrir byrjuðu að sofna við barinn og sumir þurftu fylgd heim), restin fór á Amsterdam, þ.e. ég, Raggi og Heiða þar sem hin óviðjafnanlega hljómsveit Buff var að spila, eina ástæðan fyrir því að ég vildi fara þangað var af því að Andri Geir var þar að trommast. Það var alveg ágætt og spiluðu þeir góða tónlist.
Jæja, Halla er komin, þarf að fara upp á fjórðu hæð og setja franskarnar í ofninn...
Adios amigos
Það var rosa stuð á föstudaginn, fórum á caruso að borða og ég var svo södd að ég var langt fram eftir kvöldi að jafna mig. Eftir gítarglamur og eldhúspartý hjá Ragga fórum við á leikhúskjallarann þar sem fólk var í misjöfnu ástandi (sumir stungu af heim, aðrir byrjuðu að sofna við barinn og sumir þurftu fylgd heim), restin fór á Amsterdam, þ.e. ég, Raggi og Heiða þar sem hin óviðjafnanlega hljómsveit Buff var að spila, eina ástæðan fyrir því að ég vildi fara þangað var af því að Andri Geir var þar að trommast. Það var alveg ágætt og spiluðu þeir góða tónlist.
Jæja, Halla er komin, þarf að fara upp á fjórðu hæð og setja franskarnar í ofninn...
Adios amigos