« Home | Samviskubit dauðans... » | Commentkerfið... » | Var að koma frá.... » | Svalt... » | Var að bæta inn.... » | Vaktaplan... » | And sunday always comes too late.... » | Komin heim í heiðárdalinn... » | Síðasta vaktin í vinnunni.... » | 6 vaktir eftir og loksins gerði ég próf...... » 

mánudagur, maí 02, 2005 

Á svona dögum....

langar mig BARA til Útlanda. Liggja einhversstaðar á sólarströnd í bíkini á vindsæng. Með bjór eða einhvern góðan kokteil í vinstri hönd og góða bók í þeirri hægri. Vera í sumarlegum kjól og söndulum.
oj bara ég trúi ekki að það skuli vera snjór úti, og ég komin á sumardekkin....
Mig langar svo til útlanda að það skiptir eiginlega ekki hvert ég fer, bara eitthvert í smátíma....
Er hjá Stóru svestru að stytta Elvari Inga stundir, honum er eitthvað illt í maganum og þá er náttúrulega bara fenginn einkahjúkrunarfræðingur familíunnar til að hugsa um hann... hehe
Fer svo að passa Jón Darra á eftir, er að spá í að stofna svona babysitters club eins og var í sjónvarpinu forðum daga.. áhugasamir skrái sig á commentinu.
Var að borga fyrir veiði í Veiðivötnum 12-14 ágúst. Öflugu veiðifélögin tvö Herkules og bleikjurnar ætla að sameina krafta sína og reyna að veiða einhvern fisk svona til tilbreytingar.
Sumarið planað að mestu, fékk símtal á laugardaginn out of knowhere og boðið í brúðkaup 28. maí. Steina elsku frænka mín og Einar ætla að gifta sig með pompi og pragt í Kópavogskirkju og svo verður gardenpartý á eftir. Er mjög spennt yfir þessu sérstaklega þar sem að Steina var búin að gefa upp á bátinn að giftast nokkurn tímann...
Jæja nóg af bulli.. maí er kominn og þá styttist í 25 ára afmælið hjá mér, Dodda og Kristjáni...
Chiao
Kuldaskræfa

Ég er með þér í huganum á sólarströnd!!
Hey ertu að fara í brúðkaup 28.maí er þá ekki stúdentapartý hjá ykkur??

En frábært hjá þeim að ganga í það heilaga:-)

Við heyrumst

Hey...ég ætla að skrá Sunnu og Dísu í babysitters club..hehe

Vúúúú, ég er forvitin ;) Hver er þessi kall?

Þú verður bara að að koma í heimsókn Kristrún mín.....

Hei þú.... Say hello to your friends, baby sitters club say hello to the people who care:) Ég fæ þetta lag á heilann endalaust eftir þessa lesningu.... P.s er ekki góð í að skrifa ensku... hvað þá Íslensku en þetta skilst allt á endanum:)

Skrifa ummæli