Fimmtudagur til frægðar
Þá er enn og aftur að koma helgi. Ég held ég hafi slegið Íslandsmet í bíóferðum í þessari viku. Á mánudaginn fór ég með Þóru systir á Alex and Emma
með frímiða sem ég vann á leit.is, hún var bara nokkuð fín. Á þriðjudaginn fór ég með Höllu, Dísu skvísu, Kidda og Val á Matchstick man
(eldspýtukarlarnir í íslenskri þýðingu) ókeypis með bíókortið hennar Dísu og svo í gær fóru ég og Halla að sjá Down with love
sem var líka bara nokkuð ágæt. Þrír daga í röð og allt ókeypis, reyni aðrir betur :-)
Heyrði í Hafdísi Ósk og við höfum ákveðið að senda okkar ástkæru Júlíu Gúlíu í sveit vegna þess að hún er svo óþekk, en einn afkomandi hennar hann Alex verður áfram hjá Hafdísi og Agli.
Fór í hádeginu á Ruby Tuesday með Þóru systir og vá hvað við átum á okkur gat. Það var ekkert smá....
Annars er bara fínt að frétta af mér, sit heima og rembist við að finna heimildir í lokaverkefnið mitt. Held að það gangi bara ágætlega.
Jæja þá látum við þetta duga í bili
Kossar
og knús
Hrabbilíus



Heyrði í Hafdísi Ósk og við höfum ákveðið að senda okkar ástkæru Júlíu Gúlíu í sveit vegna þess að hún er svo óþekk, en einn afkomandi hennar hann Alex verður áfram hjá Hafdísi og Agli.
Fór í hádeginu á Ruby Tuesday með Þóru systir og vá hvað við átum á okkur gat. Það var ekkert smá....
Annars er bara fínt að frétta af mér, sit heima og rembist við að finna heimildir í lokaverkefnið mitt. Held að það gangi bara ágætlega.
Jæja þá látum við þetta duga í bili
Kossar

og knús
Hrabbilíus