« Home | Árshátíð í kvöld... » | Bara tvö prósent.... » | Ætleiðing.... » | Hún á afmæli í dag... » | Sparidagur » | Karmella... » | ????? » | Sjáið hvað hann er sætur... » | Búin að eignast lítinn frænda :D » | Haldiði ekki að mín hafi ekki bara drifið sig í he... » 

þriðjudagur, febrúar 10, 2004 

Bara fimm dagar eftir af verknámi í öldrunarhjúkrun...

Rétt er það einungis fimm dagar eftir á deild, en einnig tveir umræðufundir, heimsókn á dagdeild og svoleiðis.
Árshátíðin gekk í alla staði frábærlega, okkur var fagnað mjög vel eftir skemmtiatriðin og heyrst hefur að svona skemmtilegt atriði hafi aldrei sést áður hjá deildinni... HEHE
Svo heyrði ég líka daginn eftir að sumir hefðu þurft fylgd heim áður en ballið var búið, skil nú ekkert í þessu fólki að geta ekki þraukað allt ballið... tíhí
Annars er ég á kvöldvakt á morgun frá fjögur til tíu og ég get ekki beðið eftir að geta sofið út í fyrramálið, ég lifi fyrir dagana sem ég þarf ekki að vakna klukkan sjö. Hvernig ætli þetta verði þegar ég er byrjuð að vinna á vinnumarkaðnum fyrir alvöru? Það er bara eftir sirka fjóra mánuði.... jæks
Er að vinna á föstudagskvöldið, annars hefur heyrst af einhverju partýi í vesturbænum... Kannski maður kíki eftir vinnu. En aðal dagurinn er á laugardaginn, þá förum við vinirnir plús gestir á austur indía fjelagið að borða... Svo í svaka stuð, geggjað afmælispartý... jehú. Það er nefninlega svo merkilegt með það að maður virðist ekki fá ógeð af því að vera að skemmta sér helgi eftir helgi.... Það hlýtur að koma seinna, eitthvað sem kemur með aldrinum... hehe
Bless í bili