« Home | Hallo... » | Pixies og Balí babies » | Rizzo.... » | ewww.... » | 12 dagar í rannsóknardag, 18 dagar í pixies og 19 ... » | Eins og lag með Britney Spears.... » | Muahahaha » | Pixies » | Metallica... » | Ja hérna... » 

miðvikudagur, júní 23, 2004 

Hjúkrunarfræðingurinn ég...

Halló allir saman, það er nú mikið að ég láti heyra í mér. Var bara að fá síma í dag heim til mín annars hef ég ekkert komist í tölvu. Er núna að vinna, byrjaði í gær og það er ekkert smá skrýtið að hugsa til þess að ég sé ekki að fara í skóla í haust.. Balí var æði en samt var frábært að koma heim. Íbúðin er æðisleg, er ég bara í miðri sveit í stórborginni. Útskriftin var á síðustu helgi og var haldin veisla á vífilsstöðum í tjaldi. Ég og Sigrún saman, hjúkkan og leikskólakennarinn. Fékk fullt af pökkum, þetta var eins og að fermast bara plús áfengi í þetta skiptið.. tíhí. Fékk fluguveiðigræjur, vesti og vöðlur frá ma og pa og að sjálfsögðu er ég aðeins búin að taka í græjurnar og prófa þær, fór með Dodda og Tóta í Vífilsstaðarvatn á sunnudaginn, ég veiddi engan en Doddi fékk einn. Ég er alveg sannfærð um að sá fiskur var upphaflega merktur mér... hehe.
Fékk GÍTAR frá vinunum og er að sjálsfögðu á fullu að æfa mig, get bara spilað Wild thing og allt...
Annars lofa ég að vera duglegri að láta heyra í mér héðan í frá...
Hrafnhildur
p.s. Halla... bauð gaurnum ekki á date í morgun.. hann var samt geggjað sætur og gaf mér fjóra metra af auka símasnúru fyrir tölvuna mína.. .held að hann sé ástfanginn... hehe.
Bless kex