« Home | Hóhóhó... » | Komnar inn.... » | Þið megið óska mér til hamingju því.... » | I´m alive.... » | Flughræðslusjúklingurinn ég.... » | Skúbbídú.... » | Brjálað.... » | innflutningspartýið... » | Hljómar vel.... » | Er einhver sjálfboðaliði... » 

fimmtudagur, desember 16, 2004 

Jólasveinninn minn

virðist hafa gleymt mér, er búin að setja skóinn út í glugga síðan á laugardagskvöldið og ekkert fengið fyrir utan smá ryk í morgun... skil ekkert í þessu, ég sem var búin að senda óskalistann til hans um höllina, einkaflugvélina og bráðmyndarlega, velvaxna, gáfaða og skemmtilega og rómantíska strákinn sem er yfir sig ástfanginn af mér... hehehe.

Jæja yfir í allt aðra sálma, búin að skrifa undir og borga útborgun í íbúðina, halló halló nú er ekkert aftur snúið. Leigjandinn verður vinsamlegast beðinn um að fara út eigi síðar en 1. apríl... hef einhvernveginn á tilfinningunni miðað við það sem ég heyra úr innsta hring á Ísafirði að staðan í karlamálum eigi eftir að versna skyndilega og það mikið (hvernig er hægt að versna úr vondu og enn verra ég bara spyr....) humm humm þið verðið bara að vera dugleg að senda vestur í flugi einhverja álitlega og myndarlega og EINHLEYPA karlmenn (vá er ég með þetta á heilanum) tíhí...

Halla vinkona er að klára próf á föstudaginn og heldur ekki vatni yfir jólaglögginu sem við systurnar ætlum að halda á föstudaginn kemur, sömuleiðis ég.. hlakka ekkert smá til að liðið sé búið í prófum, er búin að vera ein að væflast á meðan allir liggja yfir skólabókunum, ekkert alslæmt en er búið að leiðast svolítið....
Sigrún systir kemur á föstudaginn til að vera í jólaglögginu að sjálfsögðu, en aðalástæðan vegna þess að Íris frænka er að halda upp á afmælið sitt, hún er XX gömul (vil ekki særa neinar tilfinningar)...

Jæja þetta er komið gott, er á næturvakt og á að vera að mæla hitann hjá öllum með rassamæli.. hehe

Þangað til næst
Kossar og knús
Kjarnakvendið Hrafnhildur