Skúbbídú....
Jæja, er mætt alltof snemma í vinnuna og hef því tíma til að skrifa nokkrar línur.
Var að koma af æfingu fyrir ræðukeppnina á morgun, er orðin svolítið stressuð en þetta hlýtur að bjargast.... Ég og Halla erum í sitthvoru liðinu og erum því að keppa á móti hver annarri... hehe
Annars er ekkert sérstakt að frétta frekar venju. Sigrún og co fóru á sunnudaginn og síðan er ég bara búin að vera ein í kotinu með kisu.
Tónleikarnir Ísfirsk nýbylgju voru frábærir, hljómsveitirnar skemmtilegar (allavegana það sem ég sá) og svo var rosalega gaman að hitta allt þetta lið frá Ísafirði. Viðurkenni það alveg að ég hefði mátt sleppa síðasta bjórnum... var alveg ósofin og hefði alveg getað sagt mér sjálf hvert þetta stefndi.... hehe man það næst (einmitt)....
Á næstu helgi er stefnan tekin á vinnuna.... stuð stuð og meira stuð.
En á laugardagskvöldið ætla ég að fara á flirting námskeið hjá JC Reykjavík, ekki seinna vænna en að fara að læra hvernig maður á að bera sig af í návist hins kynsins þegar maður er orðinn 24 ára..... tíhí...
Það er orðið ljóst að ég verð að vinna á jólunum, ætla að vinna aðfangadag 8-20, það er strax skárra að geta farið eitthvað klukkan átta og borðað afganga heldur en að koma heim kannski um tólf og opna pakkana, hvað finnst ykkur annars? Svo af því að ég er að vinna um jólin fæ ég líklegast ágætis frí um áramót... þá ætla ég að skella mér í menninguna vestur á Ísafjörð... Svo er líka familían mín með hreindýr á jólunum, ekkert spes, en hamborgarhryggurinn verður um áramót.... jammí...
Með kveðju úr Fossvogi
Hrafnhildur
Var að koma af æfingu fyrir ræðukeppnina á morgun, er orðin svolítið stressuð en þetta hlýtur að bjargast.... Ég og Halla erum í sitthvoru liðinu og erum því að keppa á móti hver annarri... hehe
Annars er ekkert sérstakt að frétta frekar venju. Sigrún og co fóru á sunnudaginn og síðan er ég bara búin að vera ein í kotinu með kisu.
Tónleikarnir Ísfirsk nýbylgju voru frábærir, hljómsveitirnar skemmtilegar (allavegana það sem ég sá) og svo var rosalega gaman að hitta allt þetta lið frá Ísafirði. Viðurkenni það alveg að ég hefði mátt sleppa síðasta bjórnum... var alveg ósofin og hefði alveg getað sagt mér sjálf hvert þetta stefndi.... hehe man það næst (einmitt)....
Á næstu helgi er stefnan tekin á vinnuna.... stuð stuð og meira stuð.
En á laugardagskvöldið ætla ég að fara á flirting námskeið hjá JC Reykjavík, ekki seinna vænna en að fara að læra hvernig maður á að bera sig af í návist hins kynsins þegar maður er orðinn 24 ára..... tíhí...
Það er orðið ljóst að ég verð að vinna á jólunum, ætla að vinna aðfangadag 8-20, það er strax skárra að geta farið eitthvað klukkan átta og borðað afganga heldur en að koma heim kannski um tólf og opna pakkana, hvað finnst ykkur annars? Svo af því að ég er að vinna um jólin fæ ég líklegast ágætis frí um áramót... þá ætla ég að skella mér í menninguna vestur á Ísafjörð... Svo er líka familían mín með hreindýr á jólunum, ekkert spes, en hamborgarhryggurinn verður um áramót.... jammí...
Með kveðju úr Fossvogi
Hrafnhildur