Man...
Nú er Ögurballið yfirstaðið og það var alveg brjálað fjör. Keyrði vestur á föstudaginn með Tóta, vorum komin á leiðarenda um kvöldmat eftir ævintýri í Bitrufirði, það kastaðist steinn í afturrúðuna á jeppanum og hún fór í small... Stoppuðum í Hólmavík til að líma pappakassa yfir og ég tók á rás í ríkið til að kaupa fleyg fyrir ball haldarann í Ögri hann Hadda bæjó. Aldrei á ævi minni hef ég farið í ríki þar sem að maður stendur við afgreiðsluborð og segir hvað maður ætlar að fá, þetta var alveg eins og í sjoppu. Jæja, þegar við vorum komin á leiðarenda grilluðum við okkur að borða og tjölduðum. Hafliði dró okkur öll í yfir, leikur sem ég hef ekki spilað síðan á gæsluvellinum við Eyrargötu þegar ég var 12 ára. Svo var okkur tilkynnt að það væri að fara af stað skemmtiganga upp að einni vörðunni sem var notuð sem eyktarmark í gamla daga. Ég hafði þetta af en MAN hvað þetta var erfitt....
Krakkarnir byrjuðu að streyma að og þegar við vorum komin niður voru allir mættir. Halla, Doddi, Kristján, Raggi, Óskar, Valur, Hanna Rósa, Kiddi, Tóti og Ég. Hafdís Gunn kom svo á laugardeginum. Það var tekið létt á því á föstudagskvöldið og maður sparði orkuna fyrir laugardaginn. Það var farið að veiða inn í Laugardal og að sjálfsögðu veiddi enginn almennilegan fisk nema Doddi og það var heljarinnar lax, ég fékk tvo svona fimmtán sentimetra silunga. Ég skal fá laxinn næst. Næst var haldið í Reykjanes í góða veðrinu og maður skellti sér í sund, svo var haldið í Ögur. Ég, Halla, Tóti og Raggi fórum að jeppast og keyrðum upp að ögurvatni, geggjað stuð og algjörar torfærur, svo var grillað með fólkinu á túninu og byrjað að fá sér sterka drykki. Ballið byrjaði klukkan ellefu og það var dansað mikið, svo var haldið í partý til Bjössa á Garðstöðum eins og venjulega og þetta var alveg brillíant. Sá á leiðinni heim hvar einn maður fór í sjóinn allsber, ég tók mynd af því en því miður sést nú ekki mikið á myndinni... hehe.
Svo var haldið af stað heim á leið í gær með Óskari, Vali og Ómari í ökuferð dauðans. Ég sver það að ég held að Óskar viti ekki hvar bremsurnar eru á bílnum, MAN hvað hann er klikkaður ökumaður. Ég var orðin slöpp á leiðinni heim í gær og í morgun var ég barasta veik, drullaðist samt á næturvakt þar sem að ég sit núna og er virkilega slöpp... maður verður að láta sig hafa það...
Jæja þá er ferðasagan komin og myndir koma fljótlega... Skrifa meira seinna, finnst þetta vera orðin einhver langloka og er ekki alveg viss um hvað ég er búin að skrifa...
Bless í bili
Hrafnhildur
Krakkarnir byrjuðu að streyma að og þegar við vorum komin niður voru allir mættir. Halla, Doddi, Kristján, Raggi, Óskar, Valur, Hanna Rósa, Kiddi, Tóti og Ég. Hafdís Gunn kom svo á laugardeginum. Það var tekið létt á því á föstudagskvöldið og maður sparði orkuna fyrir laugardaginn. Það var farið að veiða inn í Laugardal og að sjálfsögðu veiddi enginn almennilegan fisk nema Doddi og það var heljarinnar lax, ég fékk tvo svona fimmtán sentimetra silunga. Ég skal fá laxinn næst. Næst var haldið í Reykjanes í góða veðrinu og maður skellti sér í sund, svo var haldið í Ögur. Ég, Halla, Tóti og Raggi fórum að jeppast og keyrðum upp að ögurvatni, geggjað stuð og algjörar torfærur, svo var grillað með fólkinu á túninu og byrjað að fá sér sterka drykki. Ballið byrjaði klukkan ellefu og það var dansað mikið, svo var haldið í partý til Bjössa á Garðstöðum eins og venjulega og þetta var alveg brillíant. Sá á leiðinni heim hvar einn maður fór í sjóinn allsber, ég tók mynd af því en því miður sést nú ekki mikið á myndinni... hehe.
Svo var haldið af stað heim á leið í gær með Óskari, Vali og Ómari í ökuferð dauðans. Ég sver það að ég held að Óskar viti ekki hvar bremsurnar eru á bílnum, MAN hvað hann er klikkaður ökumaður. Ég var orðin slöpp á leiðinni heim í gær og í morgun var ég barasta veik, drullaðist samt á næturvakt þar sem að ég sit núna og er virkilega slöpp... maður verður að láta sig hafa það...
Jæja þá er ferðasagan komin og myndir koma fljótlega... Skrifa meira seinna, finnst þetta vera orðin einhver langloka og er ekki alveg viss um hvað ég er búin að skrifa...
Bless í bili
Hrafnhildur