« Home | Nýr bíll » | Hjúkrunarfræðingurinn ég... » | Hallo... » | Pixies og Balí babies » | Rizzo.... » | ewww.... » | 12 dagar í rannsóknardag, 18 dagar í pixies og 19 ... » | Eins og lag með Britney Spears.... » | Muahahaha » | Pixies » 

fimmtudagur, júlí 01, 2004 

Fröken Mjása

Halló allir saman.
Þar sem að það leit allt út fyrir það að það yrði auðveldara að fá sér gæludýr en kærasta fór ég í Kattholt og fékk mér lítinn tveggja mánaða kettling sem hefur hlotnast þann heiður að heita fröken mjása... Hún er algjör dúlla og ég sver að þetta er alveg eins og að eiga barn. Ég gat til dæmis mjög lítið sofið í nótt og morgun vegna þess að litla kisa vildi bara leika og var endalaust að nudda sér í andlitið á mér og mjálma... Ég get ekki lokað hana inni í stofu þar sem að hún treður sér bara undir hurðina þannig að ég tók á það ráð og ætlaði að loka hana inni í eldhúsi, neinei mín bara opnar hurðina (þetta er svona rennihurð) og mætir bara upp í rúm og ætlar að leika.. Ég ætla rétt að vona að þetta eldist af henni.
Er að vinna núna og á morgun og laugardaginn og svo er það METALLICA baby á sunnudaginn.. hlakka ekkert smá til. Sigrún og family koma keyrandi á laugardaginn og auðvitað gista þau í slotinu hjá mér, hvað annað.
Jæja best að fara að sprauta og skeina
Bless kex
Hrafnhildur