Hæ hó..
Halló allir saman.
Metallica voru geðveikir, skemmti mér konunglega ásamt systrum mínum og mágum. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að fara á Metallica tónleika og hvað þá á Íslandi.
Allt gengur sinn vanagang í Vífilsstaðasveitinni. Sigrún og familia voru hjá mér frá laugardegi til þriðjudags og svo komu mamma og pabbi á miðvikudaginn. Pabbi tengdi þvottavélina mína og svo var grillað í gær og næs. Er að fara í veiðitúr á sunnudaginn með Tóta, Dodda og Höllu. Aldrei að vita nema maður geri þetta að útilegu og fari á laugardeginum. Var nefninlega að kaupa tjald, vindsæng og ýmislegt útilegu dót fyrir ögurballið og finnst endilega að ég þurfti að testa græjurnar áður en ég fer í Ögurvíkina.
Fröken Mjása hefur það mjög gott, vaknaði við eitthvað ókunnugt mjálm í nótt og þá var það svarti kötturinn sem hefur verið að sniglast fyrir utan hjá mér kominn inn, HALLÓ, ég rauk á fætur og hann hljóp út um klósettgluggann.
Er bara endalaust að vinna og finnst ég aldrei eiga frí, en ég á fimm daga frí dagana fyrir verslunarmannahelgi og þá er aldrei að vita nema ég skelli mér í útilegu með Sigrúnu og co.
Familian er að fara í sumarbústað í Brekkuskógum í heila viku en ég kemst ekki því ég er að vinna alla dagana. Ég bæti þetta upp um verslunarmannahelgina því þá er ættarmót á Ísafirði og allir skyldaðir til að gista í tjaldi inn á Dagverðardal í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa. Hlakka mikið til, verður örugglega mjög gaman.
Jæja, enn og aftur er ég að stelast í tölvuna í vinnunni, verð að fara að hætta þessu og redda nettengingunni heima.
Mér líður eins og ég sé að skrifa upp rapport...
Verður betra næst, bíð eftir að andinn hellist yfir mig :)
Bless í bili
Hrafnhildur
Metallica voru geðveikir, skemmti mér konunglega ásamt systrum mínum og mágum. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að fara á Metallica tónleika og hvað þá á Íslandi.
Allt gengur sinn vanagang í Vífilsstaðasveitinni. Sigrún og familia voru hjá mér frá laugardegi til þriðjudags og svo komu mamma og pabbi á miðvikudaginn. Pabbi tengdi þvottavélina mína og svo var grillað í gær og næs. Er að fara í veiðitúr á sunnudaginn með Tóta, Dodda og Höllu. Aldrei að vita nema maður geri þetta að útilegu og fari á laugardeginum. Var nefninlega að kaupa tjald, vindsæng og ýmislegt útilegu dót fyrir ögurballið og finnst endilega að ég þurfti að testa græjurnar áður en ég fer í Ögurvíkina.
Fröken Mjása hefur það mjög gott, vaknaði við eitthvað ókunnugt mjálm í nótt og þá var það svarti kötturinn sem hefur verið að sniglast fyrir utan hjá mér kominn inn, HALLÓ, ég rauk á fætur og hann hljóp út um klósettgluggann.
Er bara endalaust að vinna og finnst ég aldrei eiga frí, en ég á fimm daga frí dagana fyrir verslunarmannahelgi og þá er aldrei að vita nema ég skelli mér í útilegu með Sigrúnu og co.
Familian er að fara í sumarbústað í Brekkuskógum í heila viku en ég kemst ekki því ég er að vinna alla dagana. Ég bæti þetta upp um verslunarmannahelgina því þá er ættarmót á Ísafirði og allir skyldaðir til að gista í tjaldi inn á Dagverðardal í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa. Hlakka mikið til, verður örugglega mjög gaman.
Jæja, enn og aftur er ég að stelast í tölvuna í vinnunni, verð að fara að hætta þessu og redda nettengingunni heima.
Mér líður eins og ég sé að skrifa upp rapport...
Verður betra næst, bíð eftir að andinn hellist yfir mig :)
Bless í bili
Hrafnhildur