Long time no see....
Jæja þá er ég mætt aftur í borg dauðans eftir mitt viku sumarfrí. Fór vestur á sunnudaginn síðasta með múttu og fór á mánudeginum í ferðalag með Sigrúnu systir og familíunni hennar og Ingu vinkonu hennar og familíunni hennar. Fórum á Norðurstrandir, hef aldrei komið þangað áður. Gistum eina nótt á Laugarhóli í Bjarnafirði og þrjár nætur í Norðurfirði. Rosa fínt að vera svona í lengst út í sveit og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Keyrðum á fimmtudeginum alla leið í Ófeigsfjörð, næstum alla leið þar sem vegurinn endar. Fengum kaffi og kleinur hjá Möggu og Pétri sem eru þar á sumrin. Á föstudeginum var svo haldið heim á leið og beint inn á Dagverðardal í sumarbústað Ömmu og Afa þar sem haldið var þrusugott ættarmót um verslunarmannahelgina. Þar voru samankomnir 53 afkomendur ömmu og afa plús tveir ófæddir og það vantaði bara sjö mans. Þetta var algjört æði, ég tók meira að segja upp harmonikku og var eitthvað að reyna að rifja upp hvað það var sem ég lærði hér um árið.
Hafdís Gunn var sú eina sem ég hitti í þessari vesturför minni þar sem að allir aðrir voru vant við látnir í Hestfirði, eða ég veit ekki hvar.... Bætum úr því næst...
Annars hafði ég rosa miklar áhyggjur af henni fröken Mjásu meðan ég var í burtu, Þóra systir gaf henni að borða fyrir verslunarmannahelgina og skildi útvarpið eftir á þegar hún fór af því að kisu leiddist svo mikið. Svo voru Halla og Doddi að gefa henni að borða um helgina og Doddi var svo góður að hann stoppaði í klukkutíma bara til að leika við hana... Fær hann bestu þakkir fyrir það.
Annars er ég farin að kvíða fyrir vetrinum, ég bara eitthvað að vinna meðan allir eru í skóla og í fríi um helgar. Svo þarf ég kannski að vinna um jólin af því að það er vinnuhelgin mín... mér finnst þetta alveg hræðilegt. Veit ekki alveg hvað ég endist hérna lengi, langar mest bara til að fara til ma og pa til Ísafjarðar... en ætli maður reyni ekki að þrauka þetta út í einhvern tíma... Nóg af röfli og tuði í mér...
Heyrumst síðar....
Hafdís Gunn var sú eina sem ég hitti í þessari vesturför minni þar sem að allir aðrir voru vant við látnir í Hestfirði, eða ég veit ekki hvar.... Bætum úr því næst...
Annars hafði ég rosa miklar áhyggjur af henni fröken Mjásu meðan ég var í burtu, Þóra systir gaf henni að borða fyrir verslunarmannahelgina og skildi útvarpið eftir á þegar hún fór af því að kisu leiddist svo mikið. Svo voru Halla og Doddi að gefa henni að borða um helgina og Doddi var svo góður að hann stoppaði í klukkutíma bara til að leika við hana... Fær hann bestu þakkir fyrir það.
Annars er ég farin að kvíða fyrir vetrinum, ég bara eitthvað að vinna meðan allir eru í skóla og í fríi um helgar. Svo þarf ég kannski að vinna um jólin af því að það er vinnuhelgin mín... mér finnst þetta alveg hræðilegt. Veit ekki alveg hvað ég endist hérna lengi, langar mest bara til að fara til ma og pa til Ísafjarðar... en ætli maður reyni ekki að þrauka þetta út í einhvern tíma... Nóg af röfli og tuði í mér...
Heyrumst síðar....