Nei það er ekki...
búið að ræna mér af geimverum... er bara ótrúlega löt við að blogga, geri þetta bara þegar ég er að næturvöktum eins og núna.
Allt í fína frá Kína af Vífó, Kristín Hulda og Haukur Rafn voru hjá mér um helgina og var það rosa fínt, spiluðum og kjöftuðum og þar fram eftir götunum.
Fröken Mjása fór til dýralæknis í gær, þar fékk ég þær fréttir að hún er miklu eldri en ég hélt hún væri, hún er allavegana orðin sex mánaða þannig að í næsta mánuði fer hún til að láta taka úr sér æxlunarfærin.. hehe. Dr. dýri sagði líka að hún er komin af einhverri hefðarkattaætt þannig að nafnið fröken fer henni bara vel.
Mjásan er með eyrnabólgu (bara eins og að eiga barn) og þarf ég að gefa henni eyrnadropa tvisvar á dag sem frökenin er sko ekki hrifin af. Hún fór í svo mikla fýlu í gærkvöldi að hún svaf í rúmfatageymslunni í svefnsófanum alla nóttina...
Er núna að taka þrjár næturvaktir í röð og svo þegar vaktinni er lokið á föstudagsmorgun þá fer ég beint út á flugvöll og ætla að skella mér til Ísafjarðar, ætla að reya að vera fram á mánudagsmorgun ef ég fæ breyttri vakt á mánudaginn, á nefninlega að mæta á morgunvakt en ætla að reyna að skipta yfir á kvöldvakt.
Kíkti á lífið á föstudaginn síðasta með Fríðu úr vinnunni, fórum á Thorvaldsen bar, Rex og Gaukinn. (Er alveg búin að sjá það út að Celtic cross er ekki staðurinn til að vera á) Við skemmtun okkur konunglega og það var dansað og drukkið. Pantaði mér pitsu á leiðinni heim og viti menn, ég var auðvitað STEINsofnuð þegar pizzan kom og greyið Kristín var skíthrædd heima hjá mér þegar allt var barið að utan, held að sendillinn hafi þjáðst af fyrirtíðarspennu... hehe en þetta fór allt vel, nema pizzan hún hefur örugglega farið í ruslið... tíhí.
Ætla að kíkja á kór í næstu viku með Ólínu úr hjúkkunni, Heklurnar, held að það sé rosa stuð, ætla allavegana að kíkja og sjá hvernig þetta er.
Jæja vonandi dugar þetta í bili, læt svo kannski heyra í mér á næstu næturvakt ef eitthvað merkilegt gerist í millitíðinni....
Allt í fína frá Kína af Vífó, Kristín Hulda og Haukur Rafn voru hjá mér um helgina og var það rosa fínt, spiluðum og kjöftuðum og þar fram eftir götunum.
Fröken Mjása fór til dýralæknis í gær, þar fékk ég þær fréttir að hún er miklu eldri en ég hélt hún væri, hún er allavegana orðin sex mánaða þannig að í næsta mánuði fer hún til að láta taka úr sér æxlunarfærin.. hehe. Dr. dýri sagði líka að hún er komin af einhverri hefðarkattaætt þannig að nafnið fröken fer henni bara vel.
Mjásan er með eyrnabólgu (bara eins og að eiga barn) og þarf ég að gefa henni eyrnadropa tvisvar á dag sem frökenin er sko ekki hrifin af. Hún fór í svo mikla fýlu í gærkvöldi að hún svaf í rúmfatageymslunni í svefnsófanum alla nóttina...
Er núna að taka þrjár næturvaktir í röð og svo þegar vaktinni er lokið á föstudagsmorgun þá fer ég beint út á flugvöll og ætla að skella mér til Ísafjarðar, ætla að reya að vera fram á mánudagsmorgun ef ég fæ breyttri vakt á mánudaginn, á nefninlega að mæta á morgunvakt en ætla að reyna að skipta yfir á kvöldvakt.
Kíkti á lífið á föstudaginn síðasta með Fríðu úr vinnunni, fórum á Thorvaldsen bar, Rex og Gaukinn. (Er alveg búin að sjá það út að Celtic cross er ekki staðurinn til að vera á) Við skemmtun okkur konunglega og það var dansað og drukkið. Pantaði mér pitsu á leiðinni heim og viti menn, ég var auðvitað STEINsofnuð þegar pizzan kom og greyið Kristín var skíthrædd heima hjá mér þegar allt var barið að utan, held að sendillinn hafi þjáðst af fyrirtíðarspennu... hehe en þetta fór allt vel, nema pizzan hún hefur örugglega farið í ruslið... tíhí.
Ætla að kíkja á kór í næstu viku með Ólínu úr hjúkkunni, Heklurnar, held að það sé rosa stuð, ætla allavegana að kíkja og sjá hvernig þetta er.
Jæja vonandi dugar þetta í bili, læt svo kannski heyra í mér á næstu næturvakt ef eitthvað merkilegt gerist í millitíðinni....