« Home | Ekkert voðalega hættuleg.... » | Var á næturvakt... » | Ahhhh.... » | Á svona dögum.... » | Samviskubit dauðans... » | Commentkerfið... » | Var að koma frá.... » | Svalt... » | Var að bæta inn.... » | Vaktaplan... » 

mánudagur, maí 16, 2005 

Mánudagur til....

makeover..
Er á næturvakt eins og er, fer heim að sofa og fer svo til elsku Sunnu minnar í lagningu. Fékk lagningu frá henni og minni ástkæru Dísu Skvísu í innflutningsgjöf á síðustu helgi. Þeim fannst ekki hægt að ég væri með svona útlítandi hár í fínu íbúðinni minni, hehe.. Takk stelpur.
Annars bara allt gott að frétta af þessum enda línunnar. Fór út á lífið á laugardagskvöldið, það var bara frekar skemmtilegt skal ég segja ykkur.
Á laugardaginn kemur elsku Halla MÍN til Ísafjarðar og ætlar að horfa á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (vá langt að skrifa þetta) með okkur sveitapíunum. Ætlar að gista hjá mér lalalalalala...
Held að ég sé mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana og í fyrsta skipti EVER er mér alveg sama, talið eins og þið viljið.. hehe
Blah.. nóg af bulli í mér í bili, klukkan er að verða hálfátta að morgni og ég verð komin upp í bælið eftir klukkutíma... ahhhhh
Extreme makeover gal
Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag:
Þú ert manneskja sem hvorki lýgur né svíkur og gerir yfirleitt ekkert sem þú ættir ekki að gera (svo fremi sem þú hefur þitt frelsi). Þú birtist nefnilega einstaklega örlát manneskja og heiðarleg en þú lætur hinsvegar sjaldan eftir þér að verða virkilega ástfangin/n en það er um það bil að breytast (ef þú ert ólofaður/ólofuð).

Góð stjörnuspá;-)
Ég hlakka MIKIÐ til að koma!!
Kiss og knús

Einmitt stjörnuspáin ;O)

Halla MÍN...ÉG Á HANA! hehehe

Áfram Selma.

Skrifa ummæli