Heimsforeldri....
Ég er heimsforeldri og búin að vera það í ár núna í september. Horfði á Fólk með Sirrý í gær þar sem var verið að tala um þetta verkefni UNICEF
Bólusetning hefur náð verulegum árangri síðastliðin 20 ár og í dag vernda bóluefnin þriðjung barna í heiminum gegn algengum barnasjúkdómum. Samt sem áður deyja 2 milljónir barna úr sjúkdómum ár hvert, sjúkdómum sem þó hefði verið hægt að koma í veg fyrir með ódýrum bóluefnum.
Bólusetning er nauðsynleg til að bjarga lífi barna. Það er líka hagkvæm leið til að vernda heilu samfélögin og draga um leið úr fátækt.
Við bólusetningar notar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna tækifærið og færir börnum að auki aðrar lífsnauðsynjar. Fjölskyldum eru meðal annars útveguð flugnanet sem hjálpar við að vernda börn og fullorðna gegn malaríu, og A-vítamín, sem styrkir ónæmiskerfi barnanna.
UNICEF er í forystu er varðar framboð á bóluefnum og samtökin ná til um 40% barna í heiminum. Bólusetning er miðpunkturinn í markmiði okkar að vernda berskjölduð börn út um allan heim.
Ungt fólk var á árum áður talið heldur öruggt gegn HIV-veirunni. Í dag er meira en helmingur nýrra greindra tilfella hjá fólki undir 25 ára aldri. Fleiri stúlkur, þá sérstaklega yngri stúlkur, eru sýktar af HIV en drengir. Hlutfall ungbarnadauða hefur hækkað gífurlega og 14 milljónir barna eru nú munaðarlausar vegna veirunnar.
Þær hörmungar sem HIV veiran veldur snerta mest börn og unglinga. Það eru samt þau sem gefa okkur mestu vonina um að faraldurinn líði undir lok.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna vinnur náið með ungu fólki við að koma í veg fyrir ný smit. Ungt fólk er meðvitað um hvað þarf að vera til staðar svo það geti tekið heilbrigðar og upplýstar ákvarðanir: þekking og lífskunnátta, þjónusta sem miðuð er að þörfum ungs fólks, bæði stúlkna og drengja, ásamt öruggu fjölskyldu-, félags- og lagaumhverfi.
UNICEF vinnur einnig að því að koma í veg fyrir að foreldrar smiti börn sín og aðstoðar samfélög í því að veita umönnun, vernd og stuðning til barna sem misst hafa foreldra sína af völdum sjúkdómsins.
Smá áróður, ég hvet alla til þess að taka þátt og gerast heimsforeldri á heimasíðu UNICEF
Svo er ég líka svolítið eigingjörn, MÉR líður betur þegar ég veit af því að þúsundkallinn minn er að hjálpa fullt af börnum sem eiga rosalega bágt.
Bólusetning hefur náð verulegum árangri síðastliðin 20 ár og í dag vernda bóluefnin þriðjung barna í heiminum gegn algengum barnasjúkdómum. Samt sem áður deyja 2 milljónir barna úr sjúkdómum ár hvert, sjúkdómum sem þó hefði verið hægt að koma í veg fyrir með ódýrum bóluefnum.
Bólusetning er nauðsynleg til að bjarga lífi barna. Það er líka hagkvæm leið til að vernda heilu samfélögin og draga um leið úr fátækt.
Við bólusetningar notar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna tækifærið og færir börnum að auki aðrar lífsnauðsynjar. Fjölskyldum eru meðal annars útveguð flugnanet sem hjálpar við að vernda börn og fullorðna gegn malaríu, og A-vítamín, sem styrkir ónæmiskerfi barnanna.
UNICEF er í forystu er varðar framboð á bóluefnum og samtökin ná til um 40% barna í heiminum. Bólusetning er miðpunkturinn í markmiði okkar að vernda berskjölduð börn út um allan heim.
Ungt fólk var á árum áður talið heldur öruggt gegn HIV-veirunni. Í dag er meira en helmingur nýrra greindra tilfella hjá fólki undir 25 ára aldri. Fleiri stúlkur, þá sérstaklega yngri stúlkur, eru sýktar af HIV en drengir. Hlutfall ungbarnadauða hefur hækkað gífurlega og 14 milljónir barna eru nú munaðarlausar vegna veirunnar.
Þær hörmungar sem HIV veiran veldur snerta mest börn og unglinga. Það eru samt þau sem gefa okkur mestu vonina um að faraldurinn líði undir lok.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna vinnur náið með ungu fólki við að koma í veg fyrir ný smit. Ungt fólk er meðvitað um hvað þarf að vera til staðar svo það geti tekið heilbrigðar og upplýstar ákvarðanir: þekking og lífskunnátta, þjónusta sem miðuð er að þörfum ungs fólks, bæði stúlkna og drengja, ásamt öruggu fjölskyldu-, félags- og lagaumhverfi.
UNICEF vinnur einnig að því að koma í veg fyrir að foreldrar smiti börn sín og aðstoðar samfélög í því að veita umönnun, vernd og stuðning til barna sem misst hafa foreldra sína af völdum sjúkdómsins.
Smá áróður, ég hvet alla til þess að taka þátt og gerast heimsforeldri á heimasíðu UNICEF
Svo er ég líka svolítið eigingjörn, MÉR líður betur þegar ég veit af því að þúsundkallinn minn er að hjálpa fullt af börnum sem eiga rosalega bágt.

Stolt af þér ;O)
Posted by
Nafnlaus |
september 15, 2005
vá þriðjung barna í heiminum. segi það sama og Harpa :stolt af þér.
Og hvenær á svo að kíkja á Hvanneyri??? ekkert á leiðinni suður? Og varstu ekki þunn eftir brúðkaupið eins og svo margir sem drukku allt sem var í boði?
Posted by
Nafnlaus |
september 16, 2005
Jamm mikil þörf á þessu verkefni!
Heyr, heyr!
En það er ekkert að því að líða betur við að styðja gott málefni. Maður getur líka bara gert visst mikið þó maður myndi vilja hjálpa öllum sem eiga um sárt að binda
Posted by
Halla Maria |
september 16, 2005
.....Er svo stolt af þér krúttið mitt. Luv u
Posted by
Nafnlaus |
september 17, 2005