Búin að...

baka, kaupa jólagjafir, skrifa jólakort, senda jólakort, senda jólapakka, skreyta, kaupa jólatré, kaupa jólanauðsynjar eins og t.d. kókópuffs, steikja laufabrauð, kaupa jólaskraut á jólatréð, brjóta gamla jólatrésfótinn frá mömmu og pabba.
Ekki búin að...
pakka inn jólagjöfum, skreyta jóletréð, þrífa, ganga frá þvottinum, þvo úr óhreinatausdallinum, kaupa nýjan jólatrésfót, senda eitt jólakort, keyra út jólakortum og pökkum.
Ætlaði að vera svo dugleg að opna ekki jólakortin í ár, en svo bara verð ég ef ég þekki ekki stimpilinn eða skriftina og viti menn... fékk frá tveimur sem ég gleymdi að senda. Sem betur fer stalst ég til að opna þau.
Keyptum ógeðslega sætt lítið jólatré í dag, er svolítið ólögulegt en ég ákvað að taka bara "Pheobe" á þetta og líta á þetta eins og við værum að bjarga greyið jólatrénu sem enginn vildi... hehe. Gera góðverk um jólin :)
Síðasta næturvaktin af þremur núna og svo engin vinna fyrr en á aðfangadag frá hádegi til átta.
Hóhóhó...