« Home | Eyrnabólga dauðans... » | Oh my god.. » | Ég skil ekki af hverju ég er svona löt að blogga, ... » | Er á lífi.... » | baby i´m back!! » | reykjavík » | nú megið þið kalla mig.... » | Snjórinn. » | Beinþéttnimæling... » | Heimsforeldri.... » 

fimmtudagur, nóvember 17, 2005 

Halla klukkaði mig...

og þetta er ekkert smá skýrsla sem ég þarf að skrifa.

Núverandi tími: 16:24
Núverandi föt: Hvítar vinnnubuxur og bleikur sloppur
Núberandi skap: Bara nokkuð gott takk fyrir.
Núverandi hár: Er með frekar brjálað hár, en er að reyna að hemja það með klemmu.
Núverandi pirringur: Leiðinlegt fólk í sjónvarpinu.
Núverandi lykt: Amor amor
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: VINNA, ekki hanga í tölvunni.
Núverandi skartgripir: Enginn...
Núverandi áhyggja: Peningar og hvað á að gefa kallinum í jólagjöf.
Núverandi ósk: World peace... og hamingja fyrir alla. (og náttúrulega að ég verði ógeðslega mjó fyrir áramót)
Núverandi farði: Púður, smá hvítur eyeliner og maskari.
Núverandi eftirsjá: Að hafa ekki fylgst betur með í tímum í menntaskóla, sérstaklega sögu...
Núverandi vonbrigði: Að hafa bara 6 daga í frí allan desember.
Núverandi skemmtun: Sjónvarpið og kallinn.
Núverandi ást: Siggi Palli ofurmenni með meiru og svo náttúrulega fjölskylda og vinir...
Núverandi staður: Öldrunardeildin á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Núverandi bók: Minnir að hún heiti stormur eftir Einar Kárason, nýbúin með Morðið í drekkyngarhyl og bátur með segli og allt.
Núverandi bíómynd: Horfði á The grudge í gær.. frekar léleg mynd en nokkuð ógeðsleg samt...
Núverandi íþrótt: huhummm....
Núverandi tónlist: sjúk í jeff buckley, sigurrós og damien rice
Núverandi lag á heilanum: Lögin sem ég er að æfa með kórnum, aðallega gleðileg jól..
Núverandi blótsyrði: Dauði og djöfull og svo náttúrulega andskotans djöfulsins helvítis helvíti.
Núverandi msn manneskja: er eiginlega búin að gleyma hvað það er, er bráðum að fá netið heim og þá reyni ég að bæta úr því.
Núverandi desktop mynd: bara blár skjár.
Núverandi plan fyrir kvöldið: Að mata, skeina og hjálpa í háttinn og svo náttúrulega bursta fölsku tennurnar. Skríða svo upp í ból og fara að sofa, vinna aftur í fyrramálið.
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Dettur engin í hug barasta..
Núverandi mynd á vegg: Einhver brandari sem ég sé hérna, annars ekki neitt..

Ég skora á Svövu, Þóru , Sigrúnu, Thelmu og Ingu Ósk.

Gott að þér er batnað:)

Skrifa ummæli