« Home | nú megið þið kalla mig.... » | Snjórinn. » | Beinþéttnimæling... » | Heimsforeldri.... » | HHÍ.. » | Glóðarauga... » | Bloggleysi... » | ............ ;) » | Brjálað... » | Here comes the bride, all dressed in white.... » 

þriðjudagur, október 04, 2005 

reykjavík

here I come...
Hef ekki farið suður síðan í endaðan maí og þá kíkti ég ekki einu sinni í bæinn..
Er að fara á ráðstefnu hjá rauða krossinum um geðheilbrigði á Íslandi. Allt að gerast..
Ætla að halda matarboð hjá Þóru systir og föstudaginn og kíkja svo á djammið. Ætla pottþétt að fara á celtic cross og athuga hvort eitthvað hefur breyst í djammlífinu síðan ég fór úr borginni.
Ætla líka að kaupa mér eitt stykki skópar allavegana, annars eru fjárráðin ekkert mikil þessa dagana. Bíð eftir að fá útborgað í fyrsta skipti sem aðstoðardeildarstjóri og sjá hve mikið launin hækka hjá mér.
Allt það besta annars að frétta héðan, fór í mat til hjónanna í mjallargötu á föstudaginn, skil ekki hvernig hafdís getur verið svona grönn með svona góðan kokk á heimilinu.
Annars er planið að fara aftur í sumarbústað í heydal seinna í október og ætlar hafdís að koma með mér í þetta skiptið. Var svo ógeðslega gaman síðast og ég veit að það verður ekki síðra í annað skiptið. Svava og Palli eru náttúrulega BARA frábær.

Komst í tölvu hjá kristínu, held samt að ég verði að fara að fá mér eina heim. Ég er ekkert smá háð því að skoða bloggið hjá öðrum þó svo að ég bloggi kannski ekkert alltof mikið sjálf. Verð bara fúl ef Halla skrifar ekki á hverjum degi... hehe
Gúrka: þú hringir í mig og mætir í partý á föstudaginn þegar þú ert komin úr ferðinni, get ekki beðið eftir að hitta þig ásamt öllu hinu genginu í reykjavík...


Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt orti Einar Benediktsson í einræðu starkaðar, mér finnst að allir eigi að hafa þetta hugfast...
og hláturinn lengir lífið (haha heiða)

Nú er ég bara farin að bulla...
Bless Kex

víííí hlakka svo til að fá þig litla hjúkkan mín!!!

MÍ TÚ MÍ TÚ

Have fun in Reykjavik! Flýttu þér nú samt aftur HEIM! Luv ya

Skemmtu þér vel í Reykjavík, fröken aðstoðardeildarstjóri á öldrunardeild fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.

Og ef það er gott veður ættiru að skella þér í bíltúr og koma í Borgarfjörðinn ef tími er til

Skemmtu þér vel í borginni sætust og kysstu "litlu" gúrkuna okkar frá mér, híhí;O)

Já ég vil blautan takk :)

takk fyrir helgina það var rosa gaman að hafa þig!!

Skrifa ummæli