« Home | Heimsforeldri.... » | HHÍ.. » | Glóðarauga... » | Bloggleysi... » | ............ ;) » | Brjálað... » | Here comes the bride, all dressed in white.... » | Bobby McFerrin með gott lag.... » | Halló... » | Blogg... » 

mánudagur, september 19, 2005 

Beinþéttnimæling...

á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Frétt af bb.is:

Vestfjarðadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir beinþéttnimælingu dagana 19.-30. september frá kl. 16-19. Mælingin fer fram á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ. Allur ágóði af mælingunum rennur til kaupa á sneiðmyndatæki sem staðsett verður á HSÍ. Beinþéttnimæling er ákveðin gerð röntgenrannsókna og er notuð til að mæla kalkmagnið í beinunum og meta hvort um beinþynningu sé að ræða. Tímapantanir fara fram í síma 450-4500 og kostar hver mæling 1.100 krónur. Þá er hægt að taka áhættupróf á heimasíðunni beinvernd.is.


Endilega að mæta, styrkja gott málefni og fá að vita hvar þið standið í beinþéttni.
Ekki bara fyrir konur, tíðni karla með beinþynningu er að aukast...

Já kannski maður ætti að panta sér tíma...þó það væri ekki nema til að styrkja gott málefni.

Sammála fyrri ræðumanni. Hlakka til á laugardaginn

hei ég er búin að klukka þig í klukkleiknum sem er að ganga um bloggheiminn.

Skrifa ummæli