baby i´m back!!
Rosa stuð í Reykjavík. Ráðstefnan var nú dálítið löng, en var samt mjög áhugaverð og skemmtileg.
Þóra systir töfraði fram þessa líka dýrindis fiskisúpu á föstudagskvöldið sem allir borðuð með bestu lyst nema náttúruleg ég, auðvitað þurfti ég að kroppa úr hitt og þetta sem mér leist ekki á. Þetta er nú ekkert eðlilega slæmur ósiður sem ég hef tamið mér og er markmiðið mitt frá og með núna að klára alltaf allt upp til agna sem mér er skammtað á diskinn....
Sátum hjá Þóru og sögðum skemmtisögur, Kidda til mikillar ánægju (held að það sé ekkert núna sem Kiddi veit ekki um okkur, en kommon hann var eini strákurinn og þá er auðvitað talað mikið um stelpudótarí...).
Skelltum okkur svo í risatjaldið á háskólalóðinni (og B.T.W ég í glænýju skónum sem ég keypti mér). Þar voru ca 3000 manns og allir held ég fullir, tjaldið sveitt að innan og lak ofan á okkur mér til ómældrar ánægju. Röltum til Höllu og Dodda þar sem var partý í endaslitrunum, þaðan var svo stefnan tekin 360° beint á Celtic cross og þar var setið og þjórað til sex um morguninn. Alltaf gaman á celtic.
Halla var farin heim á undan þannig að ég fékk að gista hjá Sunnu og Hákoni en þar sem að allt var fullt af næturgestum hjá þeim svaf ég bara upp í hjá skötuhjúunum... hehehehe, það er í fyrsta og síðasta skipti sem ég treð mér upp í ból hjá vinkonu minni og kallinum hennar, fannst þetta frekar óþægilegt verð ég nú að viðurkenna.
Beið svo allan laugardaginn með hnút í maganum af því að ég var svo stressuð um að það yrði ekki flogið, en til allrar lukku fór vélin í loftið með mig og töskuna mína. Eftir að hafa lent eftir flugferð dauðans (flugfreyjan þurfti að róa mig niður, hún sat fyrir aftan mig sko...) ætlaði ég að taka á móti töskunni minni á bandinu... hmmm allt komið úr vélinni en engin taska sem ég átti.
HALLÓ hún varð eftir í Reykjavík... ég var þetta litla fúl af því ég var með gjafir í töskunni sem mig langaði að gefa strax... neinei gleymdist á vellinum fyrir sunnan takk fyrir...
ÉG er allavegana búin að jafna mig núna, fékk töskuna með seinni vélinni í gær sem betur fer því núna er bara allt að fenna í kaf hérna og örugglega ekki flogið í dag.
Ég tók upp úr henni í gær með hamingjusvip og skoðaði gersemarnar sem ég keypri mér.
Sunna baby er að koma á næstu helgi og hlakk ég mikið til að fá hana, aldrei að vita nema hún nenni að lita á mér augabrúnirnar með nýja litnum sem ég var að kaupa... Hmm? Vildi bara óska að Halla væri líka að koma..
Látum þessa ritgerð duga í bili..
Always look on the bright side of life, dúrúmm dúrúmm dúrúmm dúrúmm dúrúmm...
Þóra systir töfraði fram þessa líka dýrindis fiskisúpu á föstudagskvöldið sem allir borðuð með bestu lyst nema náttúruleg ég, auðvitað þurfti ég að kroppa úr hitt og þetta sem mér leist ekki á. Þetta er nú ekkert eðlilega slæmur ósiður sem ég hef tamið mér og er markmiðið mitt frá og með núna að klára alltaf allt upp til agna sem mér er skammtað á diskinn....
Sátum hjá Þóru og sögðum skemmtisögur, Kidda til mikillar ánægju (held að það sé ekkert núna sem Kiddi veit ekki um okkur, en kommon hann var eini strákurinn og þá er auðvitað talað mikið um stelpudótarí...).
Skelltum okkur svo í risatjaldið á háskólalóðinni (og B.T.W ég í glænýju skónum sem ég keypti mér). Þar voru ca 3000 manns og allir held ég fullir, tjaldið sveitt að innan og lak ofan á okkur mér til ómældrar ánægju. Röltum til Höllu og Dodda þar sem var partý í endaslitrunum, þaðan var svo stefnan tekin 360° beint á Celtic cross og þar var setið og þjórað til sex um morguninn. Alltaf gaman á celtic.
Halla var farin heim á undan þannig að ég fékk að gista hjá Sunnu og Hákoni en þar sem að allt var fullt af næturgestum hjá þeim svaf ég bara upp í hjá skötuhjúunum... hehehehe, það er í fyrsta og síðasta skipti sem ég treð mér upp í ból hjá vinkonu minni og kallinum hennar, fannst þetta frekar óþægilegt verð ég nú að viðurkenna.
Beið svo allan laugardaginn með hnút í maganum af því að ég var svo stressuð um að það yrði ekki flogið, en til allrar lukku fór vélin í loftið með mig og töskuna mína. Eftir að hafa lent eftir flugferð dauðans (flugfreyjan þurfti að róa mig niður, hún sat fyrir aftan mig sko...) ætlaði ég að taka á móti töskunni minni á bandinu... hmmm allt komið úr vélinni en engin taska sem ég átti.
HALLÓ hún varð eftir í Reykjavík... ég var þetta litla fúl af því ég var með gjafir í töskunni sem mig langaði að gefa strax... neinei gleymdist á vellinum fyrir sunnan takk fyrir...
ÉG er allavegana búin að jafna mig núna, fékk töskuna með seinni vélinni í gær sem betur fer því núna er bara allt að fenna í kaf hérna og örugglega ekki flogið í dag.
Ég tók upp úr henni í gær með hamingjusvip og skoðaði gersemarnar sem ég keypri mér.
Sunna baby er að koma á næstu helgi og hlakk ég mikið til að fá hana, aldrei að vita nema hún nenni að lita á mér augabrúnirnar með nýja litnum sem ég var að kaupa... Hmm? Vildi bara óska að Halla væri líka að koma..
Látum þessa ritgerð duga í bili..
Always look on the bright side of life, dúrúmm dúrúmm dúrúmm dúrúmm dúrúmm...
takk fyrir dúndurskemmtun!
ég kem von bráðar í heimsókn
Posted by
Halla Maria |
október 10, 2005
He he...sé þig fyrir mér argandi vitlaus á flugvellinum....sorry fannst þetta bara fyndið ;O)
En allt er gott sem endar vel ikke ?
Posted by
Nafnlaus |
október 10, 2005
Ömó að við hittumst ekki. En vegna mikillar drykkju síðan 10:30 um morguninn þá höndlaði ég ekki meir!!!!!
Verðum bara að hittast seinna :)
Posted by
Nafnlaus |
október 11, 2005
hmmmmm...eru ekki of mörg dúrumm í rigerðinni þinni
ég er aftur komin í klíku nashyrningsins - bara svona til að gera þig forvitna
Posted by
Nafnlaus |
október 11, 2005
Ég var að setja inn myndi á afmæli Hafdísar... Ég hlakka til að koma og hitta gelpurnar mínar... eigum við að reyna einusinni enn á video kvöld?... Sjáum til... ef... myndirnar eru ekki við hæfi... viltu þá segja mér það? Mér finnst þær frábærlega fyndnar...
Posted by
Nafnlaus |
október 11, 2005
Hæ pæ!
Takk fyrir síðast ;)
Bið að heilsa vestur.
Posted by
Nafnlaus |
október 12, 2005
Hehe þú virðist alltaf lenda í einhverjum ævintýrum. Gott að heyra að það hafi verið gaman í borginni en ennþá betra að fá þig HEIM. Ég get alveg skilið að þú viljir ekki sofa aftur svona á milli. HEHE. Luv u dúlla
Posted by
Nafnlaus |
október 12, 2005