« Home | Er á lífi.... » | baby i´m back!! » | reykjavík » | nú megið þið kalla mig.... » | Snjórinn. » | Beinþéttnimæling... » | Heimsforeldri.... » | HHÍ.. » | Glóðarauga... » | Bloggleysi... » 

miðvikudagur, október 26, 2005 

Ég skil ekki af hverju ég er svona löt að blogga, held bara að ég hafi ekki frá neinu sérstöku að segja og þar af leiðandi blogga ég ekkert.
Ein frétt... (nei ég er ekki ólétt, bara búið að spurja mig sirka 4 sinnum á síðustu 2 vikum), en ég er komin með nýja eldavél, algjör græja sem heitir því flotta nafni Zanussi. Þýskt eðalmerki eins og bíllinn minn. Eldavélin var tengd í gær með pompi og prakt og eldaður kjúklingur með öllu tilheyrandi. Var reyndar ekki borðað fyrr en um 9 en komm on, fyrsti heili kjúllin sem ég elda í Stórholtinu. Hlakka núna svo til að fara að baka fyrir jólin, gera sultu og hlaup og halda áfram að sauma út. Er alveg að missa mig í tilhlökkun fyrir jólin og langar strax að skreyta og setja jólaseríur í alla glugga.

Það voru settar upp gardínur fyrir stóra gluggann í stofunni hjá mér í dag, ég var rosa dugleg og sat og horfði á húsbóndann á heimilinu bora og skrúfa og fara í vont skap yfir þessu öllu saman. Rosa gaman... tíhí.

Er hætt að reykja takk fyrir, dagur 2 sem er miklu auðveldari en dagur 1.. ætla af þeim sökum ekkert að gera á næstu helgi, þori ekki að opna bjór einu sinni....

Crap er í vinnunni og kann ekki við að láta góma mig við að blogga...
Sí jú leitir allígater
já og Svava... þú fékkst þér eitt staup af brennivíni á laugardaginn, heima hjá Þór.. hehe. Var bara eitt á mann, var svo lítið eftir!!!
Hlakka til að hitta ykkur næst...


Bara 59 dagar til jóla...

Yeah this is totally AWESOME!!!!

hey til hammó með eldavélina!
ég sakna þín og allra hinna, buhu buhu!!
kem ekki fyrr en á jólum......grenj.
en ég er hætt að væla djö...líst mér vel á að þú sért hætt að reykja, good luck með það!!
jæja þetta er allt of langt kommnent ble ble

Það er naumast myndarskapurinn ;)
Þinn húsbóndi er duglegri en minn, minn ætlaði að setja upp gardínur í maí ég veit ekki betur en það sé að koma nóvember og þær eru ennþá inni í geymslu!

Til hamingju með nýja eðal eldavélina. Mikið er kallinn þinn duglegur, bara setja hann í eitthvað meira...hehe. Luv u dúlla

Frábært að þú sért hætt að reykja. Þú veist ekki hvað þetta veitir mér mikla hamingju...(engin pressa). Og til hamingju með eldavélina.

Hæ sæta!!! vá man ekkert eftir því að hafa fengið mér staup!!! Hætta að reykja!!!! hvers vegna í ósköpunum? Það er svo töff að reykja! Allt skemmtilega fólkið reykir!

Ó mæ gad hvað þú ert dugleg. Ég er ekkert smá stolt. Ég er alltaf að falla og hætta og falla og hætta og falla og hætta.... Ég er ömurleg.... hehehe.. nei nei ég er fokkings frábær. Mikið hlakka ég til að sjá þig mín kæra kona:)

Ertu ólétt?

Mér fannst þetta skrýtið blogg...og eru nokkrar ástæður fyrir því...hem..tel hér upp nokkrar:
1) Fékk eldavél ( bíðið )
2)Er að fara að baka! ( er e-h í ofninum ? )
3)Missa sig í tilhlökkun ( hvað er e-h á leiðinni ? )
4) Húsbóndinn nefndur !( Setti hann e-h í ofninn á nýju vélinni ?)
5) Hætt að reykja ( vegna ? )
6) Er að gera heimilislegt ( kallast það ekki hreiðurgerð ? á óléttumáli ?)
Gaman að lesa á milli línanna he he heheheh ehhe eh
Til lukku með þetta allt saman, en hérna sér maður að það er auðveldlega hægt að misskilja allt saman og eins að koma kjaftasögum af stað !!! Er e-h til í þessu hjá mér..???????????????

ERTU ÓLÉTT..... alltaf að bera óléttur upp á þig... he he hehe!!!! vona að það sé ekki rangfeðrað... he he he he!!!! Æ var þetta of gróft... ha hvað er þetta..... pubish your comment NEIIIII......

Ég sé strax eftir að hafa skrifað þetta.... ég vona að þú getir fyrirgefið mér þetta...

Hvað er þetta sem maður heyrir um að þú og kallinn eigið von á erfingja????

HAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHa

OMG eruð þið að missa ykkur...
ARG nei ég er ekki ólétt og ég ætla rétt að vona að þið hafið öll verið að grínast...

:)

Til hamingju !!
Ég held að það sé strákur, mamma var sammála mér en Solla frænka segir að þetta sé tvímælalaust stelpa. Pabbi sagði að strákarnir í tækjunum væru með veðmál stuðullinn er 4-1 strák í hag, en konurnar á skrifstofunni segja að þetta sé stelpa. Gæðastjórinn í Vífilfelli og Ella ritari eru viss um að þetta séu tvíburar en þora ekki að segja til um kynið.....

HA HA HA HA HA.....

Skrifa ummæli