« Home | bloggleti.... » | Í dag er... » | Þrettán þúsund undirskriftir hafa safnastUm þrettá... » | Hvet alla til að skrifa undir þennan lista.... » | 2006... » | Gleðileg jól.... » | Ég er Cindy Brady... » | Búin að... » | Verð að vera eins og allir hinir í bloggheiminum... » | A new work in progress... » 

mánudagur, febrúar 06, 2006 

Leti almenns eðlis!!!

Er bara óstjórnlega löt þessa dagana, myndi helst vilja hanga bara heima uppi í rúmi og lesa og glápa á vídeo. Hlýt að losna við þetta slen þegar líður á vikuna, merkilegt hvað maður verður latari ef maður er að koma úr fríi heldur en þegar maður er að vinna!!

Stórafmæli á fimmtudaginn, vil ég hvetja ALLA til að senda sms og óska til hamingju með daginn, bara svona af því að honum finnst þetta ekki eins merkilegt og mér :) Ætlum út að borða á Hótelið, borðum aðeins of mikið af Fernando´s og ætlum að breyta til. Annars er ekkert ákveðið meira aldrei að vita hvað honum dettur í hug.

Ótrúleg hegðun hjá múslimum finnst mér, gott sem einn breskur kall sagði í fréttunum í gær að þegar Da vinci lykillinn kom út og sagt var að Jesú hefði átt í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og eignast með henni barn, ef þetta hefði verið skrifað um spámann úr múslimatrúnni hefði allt orðið vitlaust. Mér finnst þetta lýsa að miklu leyti muninum á þessum trúflokkum. Finnst þetta allt saman hafa gengið allt of langt.

Kíktum út á laugardaginn, hef ekki farið á langa manga síðan í fyrra og ákvað að kíkja, allt við það sama og áður og líka í krúsinni, ótrúlegt en satt ;)

Höfum einstakleg mikla löngum til að gera eitthvað í frítímanum okkar, hvar er t.d. hægt að fara á hestbak? veit það einhver þarna úti?
Kíktum yfir í sumarbústað á laugardaginn, ótrúlegt að það sé hægt að keyra þangað í byrjun febrúar, hefði alveg verið til í að gista, geri það kannski bráðum ef það fer ekki að snjóa, en mér finnst ótrúlegt ef það gerist ekki bráðum.

Jæja látum þetta duga í bili, vona að þetta svali forvitnum (halla) lesndum bloggsins míns.
Já og by the way þetta fræga sunnukórsball sem mig hlakkaði svo mikið til að fara á var zx#$/(#$% leiðinlegt, næst á dagskrá er Þorrablót sléttureppinga 18 febrúar en ég hef ekki látið mig vanta á það síðan ég var 18 ára...

Verið hress, ekkert stress og bless.......

Já og áfram Silvía Nótt, vil endilega senda hana fyrir okkar hönd í Eurovision, finnst ekki skipta máli úr þessu að lagið hennar komst í spilun, er þá ekki jafn ósanngjarnt að lögin sem voru í fyrstu undankeppninni hafi verið lengur í spilun en þau sem voru á laugardaginn???

Hæ sæta! Bíddu var Jesú ekki einn af spámönnum múslima? Með honum Múhammed og Sigga og Hafliða? Gaman að þú sért farin að blogga aftur... það var sárt að kíkja alltaf á síðuna þína og vera minnt á hvaða lag þú værir!!! Hehe já það verður sko látið í sér heyra þegar Siggi á afmæli! Geðveikt súrt að við komumst ekki. Styð líka Silvíu, finnst hún æði! Sjáumst

er ekki alveg sú gáfaðasta í trúmálum en ég vissi ekki að jesu væri spámaður í þeirra trú, hélt bara að kallinn í sjónvarpinu væri að segja mér satt.... búhú!!!

töff, töff, töff!!!

Hehe nei veistu að ég nefnilega veit líka óttalega lítið um þetta en man bara að Palli var að blaðra eitthvað um þetta rétt um daginn. Sko Múhammed var aðalkallinn en Jesú var líka spámaður með honum Abraham.... Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!!!!! já og maður á greinilega ekki að trúa öllu í imbanum! Áfram Silvía

Kallinn bara að verða dirty! Takk fyrir síðast .....ég er alltaf svo mikill klaufi....hehe. Elska þig dúllan mín

Ég þakka guði fyrir bloggið þitt.

Skrifa ummæli