Dagur 2
Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í húsinu, dálítið frá öllum hinum og litla hjartað í Hrafnhildi sló ört. Ég hrökk upp við öll umhverfishljóð, verð rólegri þegar ég er búin að læra á hljóðin hérna.
Vaknaði með hausverk (sem er nú ekkert nýtt) og ákvað að kúra aðeins lengur með hitapokann. Svo var bankað hjá mér og ég hleyp til dyra og viti menn þá er bara hríð úti og allt komið á kaf í snjó, fyrir ekki sólahring síðan var sól og blíða. Skjótt skipast veður í lofti eins og sagt er.
Búin að hanga inni í allan dag, prjóna og horfa á dvd, og þeir sem vita hvernig hausinn á mér er vita að það er ekki gott enda er ég alveg að springa núna. Ætla að fá mér stuttan göngutúr og sjá hvort ég geti ekki labbað þetta úr mér áður en ég fer í matinn.
Dagur 3
Nóttin í nótt var nú mikið betri en sú fyrsta, svaf með slökkt ljós og allt (algjör hetja).
Vá þetta verður líka svona hausverkjadagbók en ekki dagbók um það sem ég geri hérna. Dagur 3 sem ég er með hausverk. Þorði ekki annað en að hringja í ljósurnar mínar til að spyrja um verkjalyf (hef verið að taka eina parkódín) og ég má alveg taka fullan skammt, hefur ekkert áhrif á babyið. Það er bara verst að ég get ekki tekið neitt bólgueyðandi því ég finn að þetta er bara spennuhöfuðverkur með kannski smá blandi af mígreni. Hljómar vel!!! Ég sem hélt að ég mundi sleppa við líðanina sem kallast þynnka en ég sver það að mér líður þannig núna, ojojoj.
Jæja nóg af kvarti og kveini, verð nú að tala aftur um hvað maturinn hérna er góður. Namminamm, í gær var djúpsteiktur fiskur í orly deigi, og grjónagrautur og í hádeginu í dag var kjöt í karrý eða Eyvindur eins og þeir kalla það hér á þessum slóðum (ætli ég fái einhverntímann Höllu, haha). En maður verður að passa sig eins og Svana sagði og fara bara tvisvar á dag, því svo er víst voða góður morgunmatur líka, með síld og alles.
Búin að byrgja mig upp af mat, búin að fá brauð og álegg, mjólk og safa og meira að segja kókó puffs (sá í dag að það var í boði og var ekki lengi að fá í dollu), hollustan í fyrirrúmi eins og alltaf.
Fór í góðan göngutúr í dag, ekkert smá kalt og er ég farin að sakna þess að hafa ekki tekið föðurlandið mitt með. Rosa fallegt umhverfið hérna (þegar maður er komin í burtu frá öllum tækjunum) og Snæfell, fjallið sem er hérna beint fyrir ofan er ekkert smá fallegt. Get ekki beðið eftir að sýna Sigga það!! Annars ætla ég að fara að finna út á korti hvar ég er nákvæmlega og hvert ég get þá labbað, ég er nefninlega með fínt göngukort.
Annars eru dagarnir ótrúlega fljótir að líða (enn sem komið er) og ég veit að þessi tími á eftir að líða mjög fljótt. Annars er ég líka mjög fegin að hafa ákveðið að koma hingað, maður styrkist bara og sjálfstraustið eykst þegar maður þarf að treysta svona mikið á sjálfan sig.
Styttist í kvöldmatinn og lofa ég að útlista á morgun hvað var í kvöldmatinn.
Greinilegt á þessum færslum mínum að það er brjálað að gera... huhumm, kom t.d. enginn til mín í dag!! Þannig að á meðan það er rólegt (sem betur fer) þá held ég áfram að skrifa um hausverkina og matinn.
Kossar og knús úr kuldanum undir Snæfelli.
Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í húsinu, dálítið frá öllum hinum og litla hjartað í Hrafnhildi sló ört. Ég hrökk upp við öll umhverfishljóð, verð rólegri þegar ég er búin að læra á hljóðin hérna.
Vaknaði með hausverk (sem er nú ekkert nýtt) og ákvað að kúra aðeins lengur með hitapokann. Svo var bankað hjá mér og ég hleyp til dyra og viti menn þá er bara hríð úti og allt komið á kaf í snjó, fyrir ekki sólahring síðan var sól og blíða. Skjótt skipast veður í lofti eins og sagt er.
Búin að hanga inni í allan dag, prjóna og horfa á dvd, og þeir sem vita hvernig hausinn á mér er vita að það er ekki gott enda er ég alveg að springa núna. Ætla að fá mér stuttan göngutúr og sjá hvort ég geti ekki labbað þetta úr mér áður en ég fer í matinn.
Dagur 3
Nóttin í nótt var nú mikið betri en sú fyrsta, svaf með slökkt ljós og allt (algjör hetja).
Vá þetta verður líka svona hausverkjadagbók en ekki dagbók um það sem ég geri hérna. Dagur 3 sem ég er með hausverk. Þorði ekki annað en að hringja í ljósurnar mínar til að spyrja um verkjalyf (hef verið að taka eina parkódín) og ég má alveg taka fullan skammt, hefur ekkert áhrif á babyið. Það er bara verst að ég get ekki tekið neitt bólgueyðandi því ég finn að þetta er bara spennuhöfuðverkur með kannski smá blandi af mígreni. Hljómar vel!!! Ég sem hélt að ég mundi sleppa við líðanina sem kallast þynnka en ég sver það að mér líður þannig núna, ojojoj.
Jæja nóg af kvarti og kveini, verð nú að tala aftur um hvað maturinn hérna er góður. Namminamm, í gær var djúpsteiktur fiskur í orly deigi, og grjónagrautur og í hádeginu í dag var kjöt í karrý eða Eyvindur eins og þeir kalla það hér á þessum slóðum (ætli ég fái einhverntímann Höllu, haha). En maður verður að passa sig eins og Svana sagði og fara bara tvisvar á dag, því svo er víst voða góður morgunmatur líka, með síld og alles.
Búin að byrgja mig upp af mat, búin að fá brauð og álegg, mjólk og safa og meira að segja kókó puffs (sá í dag að það var í boði og var ekki lengi að fá í dollu), hollustan í fyrirrúmi eins og alltaf.
Fór í góðan göngutúr í dag, ekkert smá kalt og er ég farin að sakna þess að hafa ekki tekið föðurlandið mitt með. Rosa fallegt umhverfið hérna (þegar maður er komin í burtu frá öllum tækjunum) og Snæfell, fjallið sem er hérna beint fyrir ofan er ekkert smá fallegt. Get ekki beðið eftir að sýna Sigga það!! Annars ætla ég að fara að finna út á korti hvar ég er nákvæmlega og hvert ég get þá labbað, ég er nefninlega með fínt göngukort.
Annars eru dagarnir ótrúlega fljótir að líða (enn sem komið er) og ég veit að þessi tími á eftir að líða mjög fljótt. Annars er ég líka mjög fegin að hafa ákveðið að koma hingað, maður styrkist bara og sjálfstraustið eykst þegar maður þarf að treysta svona mikið á sjálfan sig.
Styttist í kvöldmatinn og lofa ég að útlista á morgun hvað var í kvöldmatinn.
Greinilegt á þessum færslum mínum að það er brjálað að gera... huhumm, kom t.d. enginn til mín í dag!! Þannig að á meðan það er rólegt (sem betur fer) þá held ég áfram að skrifa um hausverkina og matinn.
Kossar og knús úr kuldanum undir Snæfelli.
Hæ hæ, litla fröken,
gaman að fylgjast með þér og til hamingju með babyið. Þessi vist þín minnir á sjúkrahúsleguna mína - þar sem ég reyndi að fara í göngutúra tvisvar á dag ;) til að hressa mig við.
Ég er líka í bindindi og mín reynsla er sú að ég vakna alltaf timbruð um helgar - við getum kannski ekki sloppið. Ég held að þetta kallist samúðarþynnka, með öllum þeim sem liggja þunnir út um allan heim. Það er ótrúlega fyndið að mér er alltaf meira flökurt og með hausverk á laugardagsmorgnum en aðra morgna (getur hjúkkan komið með útskýringu á því?).
Annars sendi ég bara mína bestu berklakossa - farðu vel með þig og þína
Dóra Hlín
Posted by
Nafnlaus |
október 18, 2006
úff ömó með þennan hausverk en plús að er svona góður matur hehe. Heyrumst!
Posted by
Nafnlaus |
október 18, 2006
Hæ dúlla. Þú ert nú algjör hetja að hafa ferðast yfir hóla og hæðir til að hjúkra fólkinu á hálendinu:O) Vonandi fer þér að líða betur í höfðinu elskan mín. Þetta á eflaust eftir að vera frábær reynsla þó að þetta byrji allt saman heldur einmanalega og rólega. Ég skal senda þér og babyinu góða strauma héðan úr borginni. Gangi þér vel með allt. Kiss kiss
Posted by
Nafnlaus |
október 18, 2006