« Home | Myndir » | Þriðjudagur til FJÁRÚTLÁTA » | Hvíldardagur » | Í hvaða kvikmynd á ég heima.... » | Fimmtudagur til frægðar » | Þriðjudagur til þrautar » | Halló » 

miðvikudagur, október 08, 2003 

Stutt í helgina....


Vaknaði í morgun þegar Thelma hringdi klukkan 5:30.... Brunaði til hennar og við lögðum af stað til Keflavíkur til að ná í Adam Spanich..
Beið eftir okkur þegar við komum, varst samt svolítið fyndið því vélin var á undan áætlun og við biðum við hliðið þar sem fólk kemur í gegnum tollinn. Ákváðum svo áð fara út að fá okkur ferskt loft og þá sáum við einhvern hávaxinn gaur sem var í Nike skóm, nike jakka og með nike íþróttatöskur. Thelma safnaði í sig kjarki og labbaði til hans og þá var þetta bara hann og var að bíða eftir okkur. Rosalega skemmtilegur strákur og ég hlakka til að sjá hann spila með KFÍ.
Annars var ekkert gert í dag, þegar við vorum búnar að koma honum í vélina til Ísafjarðar fór ég heim (um klukkan 11) og var svo þreytt að ég er búin að liggja uppí rúmi og gera ekki neitt. Mér er samt búið að takast að selja 5 litla og 5 stóra poka fyrir fjáröflunina okkar fyrir útskriftarferðina. Ætla samt að skila 5 og 5 því ég þarf að selja þetta allt fyrir föstudaginn og ég á aldrei eftir að geta það.
Allt er ready fyrir helgina, nema að ég ætla í Kringluna á morgun og reyna að finna mér einhvern bol eða eitthvað til að vera í á laugardaginn (það er aldrei hægt að vera í sama outfittinu tvo daga í röð).
Mæting á föstudaginn klukkan hálf fjögur og svo verður eitthvað djammað á Three flags áður en haldið verður í bæinn á Hverfisbarinn....
Læt ykkur vita eftir helgi hvernig var.



HASH(0x875cf98)
Protector


The ULTIMATE personality test
Quizilla