« Home | Sumarbústaðaferð dauðans..... » | Varð að testa » | Haha » | Myndir » | Update af helginni.... » | Fimmtudagur til FJÁR » | Stutt í helgina.... » | Myndir » | Þriðjudagur til FJÁRÚTLÁTA » | Hvíldardagur » 

föstudagur, október 24, 2003 

Ávallt föstudagur

Föstudagur enn aftur runninn upp og ég sem ætlaði ekkert að gera í kvöld fékk óvænt boð á Sister sledge á Broadway og auðvitað segir maður ekki nei við svoleiðis boði...
Vikan er búin að vera mjög góð. Mamma og pabbi voru hjá mér og ég fékk smávegis fatnað og nýja sæng og kodda. Mjög gott mál.
Annars er þetta búinn að vera mjög furðulegur dagur, dagur þar sem ég var með þvílíkar yfirlýsingar um hvað hann yrði leiðinlegur. Fékk mjög mjög óvænt símtal sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka. En eníweis, útskriftarveisla á morgun hjá Tuma tölvunarfræðingi og svo afmæli hjá Hallgerði frænku, hún er sko tuttugu og fimm ára.. Verknámið gengur bara vel, geri ekkert nema sitja og lesa og labba um gangana á deildinni sem ég er á þannig að þetta eru svolítil viðbrigði.
Hef verið að heyra að einhverjum (harpa) lítist ekkert á hvað ég er löt við að skrifa... En þegar ekkert skeður í lífi manns hefur maður ekkert til að skrifa um ekki satt???? :)
Ég skal reyna að bæta þetta Harpa mín og vera duglegri, og bæ ðe vei, takk fyrir boðið á tónleikana...
Bless kex
Hrabbilíus
Já og p.s. vinsamlegast kvittið í gestabókina, einhver í Canada er að skoða síðuna mína og ég er MJÖG forvitin um hver það er.... Verið dugleg að kvitta fyrir, þó það sé ekki nema bara nafn...
hahaha
Jólasveininn