« Home | Fimmtudagur til FJÁR » | Stutt í helgina.... » | Myndir » | Þriðjudagur til FJÁRÚTLÁTA » | Hvíldardagur » | Í hvaða kvikmynd á ég heima.... » | Fimmtudagur til frægðar » | Þriðjudagur til þrautar » | Halló » 

mánudagur, október 13, 2003 

Update af helginni....



Þessi helgi er búin að vera algjör snilld.
Byraði á föstudaginn á vellinum, það var ekkert smá gaman að vera þar. Þetta var alveg eins og ég hefði bara verið í Ameríku ekki Keflavík. Það er ekkert Íslenskt við þennan stað nema nokkrar myndir af víkingum og höggmynd af Leifi Eiríkssyni á einhverju hringtorgi, og jú, allar göturnar heita Íslenskum nöfnum sem er svo líka þýtt á Amerísku fyrir kanana. Skoðuðum sjúkrahúsið, frekar lítið en öflug starfsemi. (Yfirljósmóðirin var karlmaður hehe). Fórum svo á Three Flags þar sem við fengum Amerískt hlaðborð með kjúklingi og snakki og svo vorum við bara að drekka fyrir Skid og engeting. Keypti mér í eitt skipti bjór í flösku og Jarðaberja krapís margarítu og það kostaði 4 dollara. Einhverjur orustuflugmenn vildu endilega bjóða okkur í partý og það voru nokkrar stelpur sem voru ekki með okkur í rútunni aftur til Reykjavíkur. Fór til Þóru systir, Thelma kom og við fórum í bæinn.
Á laugardaginn var bara sofið til rétt rúmlega hádegis. Fór til Höllu og hjálpaði henni að gera jellyskotin fyrir partýið og seinna fórum við með Heiðu í ríkið að kaupa bjór. Ég fór til Þóru systir að horfa á leikinn og fékk mér tvo bjóra eða svo.....
Partýið hér á Skerjagarði var rosalega skemmtilegt, fullt af fólki sem maður hafði ekki séð áður og gamlir félagar úr tour de skerjó. Vorum hér að djamma til tvö og fórum svo í bæinn. Aldrei að vita nema ég skelli einhverjum myndum inn á síðuna ef Halla besta vinkona leyfi mér að fá afrit af myndunum sem hún tók....

Jæja þá er bara að hvíla sig núna í vikunni fyrir næstu helgi en þá er hin frábæra sumarbústaðaferð með veiðifélginu herkúles (sem eru búnir að setja í lög hjá sér að kvenfólki er bannað að vera í sundbol).
Jæja þeir báðu um þetta og þá skulu þeir fá mig bikini....
En ég lofa ekki að ég verði ekki svona í laginu í því.... HAHAHA