Ísó skvísó here I come...
Jæja þá er fimmtudagurinn runninn upp og langt síðan ég hef skrifað. Það er bara búið að vera brjálað að gera. Afmælið hjá Höllu var í alla staði mjög skemmtilegt og ég skemmti mér alveg konunglega. Síðan hefur vikan bara liðið alltof fljótt, er enn í verknámi en er að vinna síðustu vaktina í dag. Er líka að vinna með á A-7 og vann frá átta um morguninn til tólf um kvöldið í gær og aftur í dag. Ég er líka dauðþreytt.
Það sem er samt helst í fréttum er það að á morgun ætlum við systurnar úr borginni að skella okkur með flugvél til Ísafjarðar til að kíkja á nýjasta prinsinn í familíunni en jafnframt að nýta tækifærið og skella okkur á Þorrablót Sléttuhreppinga, en heppilegt. Það er nú venjan að það sé þrusu stuð á þessum þorrablótum og ég held að það sé engin undantekning um þorrablótið í ár, svo veit ég líka að Heiða vinkona ætlar að skella sér.
Ívar Tumi töffari með meiru á afmæli í dag, hann er fjögurra ára.... :D
Allt of stutt skrif í dag, en ég er bara svo sybbin að heilinn getur ekki hugsað meira
Læt heyra í mér efitir helgi og vona að þið eigið eins skemmtilega helgi framundan og ég....

Það sem er samt helst í fréttum er það að á morgun ætlum við systurnar úr borginni að skella okkur með flugvél til Ísafjarðar til að kíkja á nýjasta prinsinn í familíunni en jafnframt að nýta tækifærið og skella okkur á Þorrablót Sléttuhreppinga, en heppilegt. Það er nú venjan að það sé þrusu stuð á þessum þorrablótum og ég held að það sé engin undantekning um þorrablótið í ár, svo veit ég líka að Heiða vinkona ætlar að skella sér.

Ívar Tumi töffari með meiru á afmæli í dag, hann er fjögurra ára.... :D
Allt of stutt skrif í dag, en ég er bara svo sybbin að heilinn getur ekki hugsað meira

Læt heyra í mér efitir helgi og vona að þið eigið eins skemmtilega helgi framundan og ég....