Þorláksmessan...
er runnin upp í öllu sínu veldi. Klukkan er 04:26 að morgni þess 23. desember, jebb ég er á næturvakt. Fæ svefndag þorláksmessu og svo vinna frá 8-21 á aðfangadag. Er búin að vera í daglegu símasambandi við ma og pa og Sigrúnu á Ísafirði og spyrja hvað sé í matinn og þess háttar.
Ætla bara rétt að leggja mig eftir vaktina, ætla að fara með þeim í fjölskyldunni hér í Reykjavík sem borða skötu á múlakaffi klukkan ellefu og fá mér smávegis, engin jól án þess að smakka smá skötu....
Helgin var mjög skemmtileg, Sigrún systir náttúrulega kom suður til að fara í afmælið hjá Írisi frænku, það er óhætt að segja að það var mikið drukkið og hlegið þessa helgi. Svo á mánudeginum var mín bara lasin og var það í tvo daga, illt í maganum og herlegheit....
Jæja, vinn svo þrjár vaktir á milli jóla og nýárs og svo bara halló Ísafjörður, get ekki beðið eftir að hitta familíuna og allar skvísurnar mínar sem búa þar...
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka til að hitta ykkur á nýju ári (just in case þar sem að ég er ekki duglegasti bloggari veraldar.....)
Kossar og knús og vonandi verður árið 2005 enn betra en 2004....
Ætla bara rétt að leggja mig eftir vaktina, ætla að fara með þeim í fjölskyldunni hér í Reykjavík sem borða skötu á múlakaffi klukkan ellefu og fá mér smávegis, engin jól án þess að smakka smá skötu....
Helgin var mjög skemmtileg, Sigrún systir náttúrulega kom suður til að fara í afmælið hjá Írisi frænku, það er óhætt að segja að það var mikið drukkið og hlegið þessa helgi. Svo á mánudeginum var mín bara lasin og var það í tvo daga, illt í maganum og herlegheit....
Jæja, vinn svo þrjár vaktir á milli jóla og nýárs og svo bara halló Ísafjörður, get ekki beðið eftir að hitta familíuna og allar skvísurnar mínar sem búa þar...
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka til að hitta ykkur á nýju ári (just in case þar sem að ég er ekki duglegasti bloggari veraldar.....)
Kossar og knús og vonandi verður árið 2005 enn betra en 2004....