« Home | Ömurlegt... » | Áfram Selma... » | Mánudagur til.... » | Ekkert voðalega hættuleg.... » | Var á næturvakt... » | Ahhhh.... » | Á svona dögum.... » | Samviskubit dauðans... » | Commentkerfið... » | Var að koma frá.... » 

þriðjudagur, maí 24, 2005 

Sumarlegt...

úti í dag, og bara mjög hlýtt í skjóli. Allavegana á svölunum hjá múttu.
Jæja Reykjavíkin kallar á næstu helgi og er ég bara orðin nokkuð spennt yfir brúðkaupinu hjá elsku frænku.
Annars er ég komin með einhvern fiðiring um að fara í útilegu eða í sumarbústað einhvert. Er alveg að bilast langar svo að fara eitthvað bráðum. Sumarbústaðurinn okkar er í ólagi örugglega fram á haust þannig að ekki get ég farið þangað, sumarbústaðurinn hennar ömmu er nú inni í firði þannig að ég fer nú ekki langt með því að fá hann lánaðan. Aðalvíkin, jú væri alveg til, en eigum ekki húsið fyrr en 1. ágúst og ætla ég að fara þá. Þannig að ég veit ekki hvað ég gæti gert....
Arg... ef einhver vill koma með mér í útilegu má hann láta mig vita.. er opin fyrir öllu.. hehe
Kvöldvakt næstu þrjá daga, missi af leiknum á morgun (OMG), man ekki einu sinni hvaða lið Liverpool er að keppa hvað þá hvaða keppni þetta er, hehe.
hehe, þessi er alltaf klassísk á þessum tíma árs..
Ég í bikini í sólinni í sumar...

HÆHÆ
oh, þú ert ekkert smá heppin að komast í brúðkaupið. Hér sit ég í sárum í Washington og kemst EKKI.
En skemmtu þér rosalega vel.
Party on ;)
kv, Sigga litla frænka í USA
ps. bara ca.3 mánuðir eftir, ég fer að koma heim.

Hlakka til að fá þig í heimsókn þegar þú kemur heim.. en ekki fyrr en brúnkan þín er farin að dofna aðeins.. hehe

Ég skal koma í útilegu með þér, ef þú kaupir bara nóg af öli þá mæti ég ;-)
og það er Liverpool - AC Milan!!
Áfram LIVERPOOL hehe

Vá það er greinilega að það er langt síðan við sáumst síðast. Já verð að viðurkenna að þú hefur nú e-ð stækkað á þverveginn :)
En vertu í bandi ef þú hefur tíma þegar þú kemur suður
Kossar

Halló... kem á föstudagskvöldið...
Reyni að hitta þig á laugardeginum..
Já og hr. óþekktur, ok ég skal kaupa nóg af bjór!! hvað segiru um Dynjanda... hehe

Jú jú til í hvað sem er svo lengi sem ofangreint skilyrði er uppfyllt!

HAHA... þú ert svo skondin! Luv u darling.

jú bíddu, en vilt þú ekki koma með í útilegu..?

Hrafnhildur ég held að þú sért aðeins að ofmeta þig á þessari mynd. Þú ert ekki nærum því svona grönn og flott:)

Það verður allsherjar útilega úti á Snæfellsnesi 24. til 26. júní hjá mér og mínum, þú kemur bara og við blikkum Gyðu ;)

Her i Bangkok er 31. mai sem tydir ad tu attir ammaeli i gaer! Til hamingju med tad freanka.
Sigrun

Skrifa ummæli