15. október
Jæja þá er ég komin á Kárahnjúka. Flaug til Egilsstaða (Egils Daða) í dag í dásemdar veðri og ég meira að segja naut flugsins þó svo að það hafi verið einhver ný vél og klukkutíma flug. Keyrði sjálf uppeftir á pallbíl sem var á flugvellinum. Mjög fallegt umhverfið hérna og þar sem að ég hef aldrei svo ég muni komið hingað áður naut ég þess að keyra þessa leið. Sló mig samt að sjá loksins þetta lagarfljót sem er einkenni Egilsstaða og það er eiginlega bara eins og drullupollur af völdum þessarar blessuðu virkjunar. Svana tók á móti mér og sýndi mér staðinn og líst mér bara vel á þetta, svolítið einmanalegt að vera einn en þetta er samt allt í lagi. Fólk er að droppa við á sjúkraskýlið yfir daginn þannig að maður hittir nú fólk. Svo er mjög gott mötuneyti hérna þannig að það er eins og að ég er að borða fyrir ?tvo?, ekki gott að vera í einhverju átaki hér. Svana fór svo og eftir stóð ég, krakkinn sjálfur, sjálf með barn í maganum, ein uppi á hálendi Íslands og á að vera til halds og traust fyrir fólkið hér ef það veikist eða slasast. Jæks...........
Mjög rólegt hérna og fólk hittist bara í matsalnum á matartímum, annars eru voðalítil samskipti á milli fólks hérna (vá greinilega meirihlutinn karlar, sofa, éta og vinna). Ekkert spjall yfir kaffi eða neitt þannig að þið sem ég þekki þarna úti í heimi eigið von á símtölum frá mér!!!
Sofnaði aðeins í dag yfir bókinni sem ég var að byrja á (Blóð bönd, sem einmitt gerist á Kárahnjúkum) og svo þegar ég vaknaði var bara komin svartaþoka, sér rétt á milli húsa.
Sit núna við tölvuna í skýlinu, viðvera á milli fimm og sex og svo er matur hálf sjö. Er strax farin að bíða eftir að Siggi komi, ekki það að mér sé strax farið að leiðast en það er bara svo gott að hafa hann hjá mér.
Er annars búin að hitta fólk sem ég þekki hérna, hann Siggi Steini skólabróðir er að vinna hér og á víst heilmikið safn af bíómyndum þannig að ég á eftir að tala meira við hann og svo er hér Ísfirðingur að nafni Hlynur sem er einmitt skólabróðir Sigga.
Vá garnagaulið...
Kossar og knús
p.s. verðið að afsaka að þessar færslur koma kannski ekki inn á þeim degi sem þær eru skrifaðar, tölvan hérna er svo skrýtin að ég kemst ekki inn á erlendar vefsíður... þarf að tala við Sigga Steina vin minn og fá að pósta þetta á netið hjá honum...
Mjög rólegt hérna og fólk hittist bara í matsalnum á matartímum, annars eru voðalítil samskipti á milli fólks hérna (vá greinilega meirihlutinn karlar, sofa, éta og vinna). Ekkert spjall yfir kaffi eða neitt þannig að þið sem ég þekki þarna úti í heimi eigið von á símtölum frá mér!!!
Sofnaði aðeins í dag yfir bókinni sem ég var að byrja á (Blóð bönd, sem einmitt gerist á Kárahnjúkum) og svo þegar ég vaknaði var bara komin svartaþoka, sér rétt á milli húsa.
Sit núna við tölvuna í skýlinu, viðvera á milli fimm og sex og svo er matur hálf sjö. Er strax farin að bíða eftir að Siggi komi, ekki það að mér sé strax farið að leiðast en það er bara svo gott að hafa hann hjá mér.
Er annars búin að hitta fólk sem ég þekki hérna, hann Siggi Steini skólabróðir er að vinna hér og á víst heilmikið safn af bíómyndum þannig að ég á eftir að tala meira við hann og svo er hér Ísfirðingur að nafni Hlynur sem er einmitt skólabróðir Sigga.
Vá garnagaulið...
Kossar og knús
p.s. verðið að afsaka að þessar færslur koma kannski ekki inn á þeim degi sem þær eru skrifaðar, tölvan hérna er svo skrýtin að ég kemst ekki inn á erlendar vefsíður... þarf að tala við Sigga Steina vin minn og fá að pósta þetta á netið hjá honum...
Hafðu það gott á Kárahnjúkum elsku Hrafnhildur. Farðu vel með þig og krílið:-)
Posted by
Halla Maria |
október 16, 2006
heyrðu góða mín!!! ólétt??? rosalega eruð þið vinkonurnar samtaka í þessu;) Æðislegt auðvitað...innilega til hamingju elsku Hrafnhildur mín:) Kom skemmtilega á óvart að kíkja á bloggið þitt eftir býsna langan tíma og sjá svona fréttir:) Yndislegt!! farðu nú vel með þig og bumbubúann!!! kossar og knús frá sviss, Heiða
Posted by
Nafnlaus |
október 16, 2006
MIG LANGAR Í HEIMSÓKN... hvað ertu lengi þarna? p.s. ég er komin með annað msn það er sunnneva@hotmail.com hitt klikkaði og ég GAT ekki komist inn komst að því að ég gerði eitthvað vitlaust.... jæjskan vona að þú hafir það gott og LÆSTU kofanum þínum.... þú veis aldrei hvaða skrímsl eru þarna.... kv Snevus
Posted by
Nafnlaus |
október 17, 2006