Dagur 5
Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og kveina. Enginn komið í 3 daga (sem er náttúrulega gott mál) og ég hef engan hitt til að tala við í matnum í tvo daga. Heyrði ekkert í Gumma Axel í dag sem ætlaði með mig í stutta skoðunarferð en ég vona þá að ég heyri frá honum á morgun.
Hundleiðist og tel niður dagana þangað til Siggi kemur, vonandi verður það á þriðjudaginn og það þýðir að ég verð bara ein í 4 daga í viðbót.....
Nenni ekki að skrifa þegar ég hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja, bara vol og væl (og svo náttúrulega bætir ekki úr skák að hormónaflæðið er náttúrulega through the roof).
Kossar og knús
Vesalingurinn
P.s og ekki heldur gott að borða í dag, gúllas í brúnni sósu í hádeginu og bjúgu
í kvöldmat (ég borða hvorugt).
Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og kveina. Enginn komið í 3 daga (sem er náttúrulega gott mál) og ég hef engan hitt til að tala við í matnum í tvo daga. Heyrði ekkert í Gumma Axel í dag sem ætlaði með mig í stutta skoðunarferð en ég vona þá að ég heyri frá honum á morgun.
Hundleiðist og tel niður dagana þangað til Siggi kemur, vonandi verður það á þriðjudaginn og það þýðir að ég verð bara ein í 4 daga í viðbót.....
Nenni ekki að skrifa þegar ég hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja, bara vol og væl (og svo náttúrulega bætir ekki úr skák að hormónaflæðið er náttúrulega through the roof).
Kossar og knús
Vesalingurinn
P.s og ekki heldur gott að borða í dag, gúllas í brúnni sósu í hádeginu og bjúgu
í kvöldmat (ég borða hvorugt).
ef þér leiðist geturu safnað mosa og greint hann svo á netinu, skoðað skýin og kýkt á netið og greint þau bólstaský...svo getur sagt okkur hvað það eru mörg skref frá íbúðinni þinni að mötuneytinu...nóg að gera til að hafa gaman
Posted by
Nafnlaus |
október 20, 2006
vá takk fyrir þetta maría, það er nú meira volæðið í mér. Miklu betri dagur í dag, meira að segja búin að fá að setja teygjubindi í dag....
Svona eru bara sumir dagar, allt ómögulegt og ég vona að svona færslur verði ekki fleiri í þessari ferð minni...
Posted by
Ofurhjúkka |
október 20, 2006
passaðu þig bara að fá ekki kofaveiki. í guðanna bænum farðu að tala við eitthvað fólk! Hehe en ég veit að þú þraukar þetta, hormónarnir eru ekki að hjálpa til svo sem. Ég rýk upp við minnsta áreiti frá fólki.
Posted by
Nafnlaus |
október 20, 2006
éta það er það sem þeir geta, vinna það er nú eitthvað minna.... eða eitthvað svoleiðis... njóttu þess að hafa bara ekkert að gera!!! því það er gott að hafa ekket að gera.. stundum... en það er sko ekkert grín að fá ekkert gott að borða.. ;) kveðjur til þín og allra verkamannanna..
Posted by
árný |
október 20, 2006
Ohh hvað er langt síðan maður fékk gúllas í brúnni sósu, minns er sko til í svoleiðis! ;) Ömurlegt að heyra að þér leiðist elskan mín. Vona að dagirnir verði betri allavega þangað til kallinn kemur. Elska þig dúllan mín!
Posted by
Nafnlaus |
október 21, 2006
Hey, ég er einmitt með kofaveiki og það er alltaf gúllas í matinn......
En hins vegar ef þig vantar félaga þá geturðu alltaf fengið þér fugl...góðan sem nartar af þér flær og lýs ?!?!?!?!
Ég er með einn í hárinu núna sem er að kroppa óhreinindi úr hársverði mínum ha ha ha...
Jæja, haltu afram þessu yndislega verki og endilega borða meira gúllas...svo maður verði frekar belgmikill...
blehh beibí
Posted by
Nafnlaus |
október 21, 2006