Ég lifi til að sofa...

Undanfarna daga þegar ég hef vaknað hugsa ég bara um hvað ég hlakka til að koma heim og skríða upp í rúm. Er þetta eðlilegt, ég bara spyr?
Helgin var svosem ágæt, of mikið drukkið að vestfirskum sið og endað í þynnku. Sister sledge á föstudaginn voru bara nokkuð góðar og ég, Thelma og Halla gátum ekki látið það duga og ferðin hélt áfram niður í bæ þar sem nokkrum bjórum var skolað niður ásamt því að röfla við gesti og gangandi.
Á laugardaginn fór ég klukkan fimm á ljósmyndasýningu á Thorvaldsen bar, var nú ekki lengi að forða mér þaðan og fara í miklu skemmtilegra hóf hjá Tuma tölvunarfræðingi. Þar hitti maður fólk sem maður er nú ekki vanur að sjá svona dags daglega (og þá er ég að meina að hitta fólk sem býr utan Skerjagarða, það gerist ekki oft) og var það mjög gaman. Sú gleði tók enda um ellefu því þá var förinni heitið í aðra gleði hjá Hallgerði frænku í tuttugu og fimm ára afmæli. Þar var fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt en svo var líka fólk sem ég þekki vel. Sigga Rún ég er alveg sammála þér í því að við verðum að endurtaka þetta aftur. Næst bara í pottinum hjá þér eða bara í litla kotinu mínu.
Sunnudagur var dagur fyrir KFC og svo Dominos um kvöldið. ja hérna.
Video með Heiðu 400 (haha) og svo einhvernveginn tókst mér að vera vakandi til átta um morguninn vegna þess að ég gat ekki sofið. MAN og því tilkynnti ég veikindi eins og einhver aumingi með hor í verknáminu í gærmorgun.
Dadara nenni ekki meiru og þetta er líka alveg komið gott af bullinu í mér í bili.
Bless kex
Svefnsjúki auminginn með hor
