« Home | Blahhhhh » | Skoðið þetta... » | Summertime... » | Hvergi óhultur... » | Brjálað.... » | Stuð á Þorrablóti » | Ísó skvísó here I come... » | Bara fimm dagar eftir af verknámi í öldrunarhjúkru... » | Árshátíð í kvöld... » | Bara tvö prósent.... » 

þriðjudagur, apríl 06, 2004 

Komin heim í heiðárdalinn....

Komin heim með slitna skó...
Kom vestur á laugardaginn eftir rúmelga fimm tíma akstur með Dodda.
Á föstudaginn var óvissuferð í skólanum, fórum á Hvanneyri þar sem var keppni á milli ára í hinum ýmsu athöfnum, fjórða árið vann ekki þannig að ég var ekkert að leggja á minnið hvaða ár vann... tíhí. Þetta var mjög gaman, fórum svo á einhvern sveitabæ í Hvalfirði þar sem við fengum pottrétt og tilheyrandi. Svo var brunað í bæinn og að sjálfsögðu var fjöldasöngur í rútunni, ég svindlaði mér í rútuna hjá fyrsta og öðru ári og endaði svo með þeim á Nasa þar sem að Jet black joe spilaði fyrir dansi. Svaka stuð.
Er búin að vera eiginlega allan tímann í Hafraholtinu hjá Sigrúnu systir að knúsa frændsystkinin, Þorgeir Logi er ekkert smá mikil bolla...

Annars er ekki frá neinu merkilegu að segja, stefnan tekin á hótelið á morgun og svo verður örugglega eitthvað meira gert um páskana ef ég þekki mig og mína rétt.
Sigrún systir á afmæli á morgun og aldrei að vita nema maður laumi á einhverju fyrir hana greyið..

Adios amigos...