« Home | NÖRD.... » | Hef ekki frá neinu að segja... » | Afmælisbarn.... » | ojojojojoj » | Blah... » | Er að klára... » | Hún á afmæli í dag... » | 13. janúar 2005 » | Þorláksmessan... » | Jólasveinninn minn » 

mánudagur, mars 07, 2005 

11 vaktir eftir...

Sit í tölvunni í vinnunni á enn einni næturvakt, á bara 11 vaktir eftir í vinnu og svo er ég hætt...
Helgina var svona glimrandi skemmtileg, Góugleðin tókst ekkert smá vel og veinuðu allir úr hlátri yfir frábæru skemmtiatriðunum okkar (mínum hehe). Svo voru allir að fara að skríða undir sæng um eitt leytið þannig að ég og ein úr vinnunni skelltum okkur á Brimkló á Players.. alveg ágætisstemning þar.
Laugardagurinn fór í smávegis þynnku, en ekki mikla. Engilráð þurfti að koma í heimsókn til að sýna mér hvað hún var brún eftir Kanaríferðina og sat hún hjá mér þangað til ég fór í matarboð hjá einni úr vinnunni (hún ákvað að halda svona kveðjumatarboð af því að ég er að hætta). Eftir það var ég dregin upp í Árbæ þar sem hún Fríða föngulega var í partýi hjá einum skrýtnasta strák sem ég hef hitt. Þaðan var farið á ball með SÁLINNI í valsheimilinu og þaðan á gaukinn að skoða Jónsa í svörtum fötum. Heljarinnar skemmtun og mikið gaman.
Er ennþá að safna pappakössum, en einhvernveginn hrannast þeir bara upp án þess að eitthvað sé sett ofan í þá. Það mætti halda að húsfreyjan á Vífilsstöðum væri að bíða eftir að dótið pakki sér niður sjálft... hehe....
Annars er ég full tilhlökkunar og trega í bland, það verður erfitt að fara frá Vinunum og fjölskyldu í Reykjavik, en á Ísafirði tekur á móti mér annar hópur vina og ættingja... blahblah...
Jæja en þann 12 mars næstkomandi verður haldið kveðjupartý (einhver fór að hlæja og spurði hvort ég væri ekki nýbúin að halda innflutningspartý hehe) og er hverjum þeim sem vilja mæta boðið í gleðina. Mæting er klukkan níu og gildir sama reglan um að koma með sitt eigið áfengi. Ef einhver þarna úti sem les þetta ætlar að mæta þá má hann bara skrifa comment, en annrs á ég líka eftir að senda út SMS...
Bless í bili...
Ungfrú Ísafjörður hehe

p.s. hvet ykkur til að kíkja á nýjasta fjölskyldumeðliminn, stúlku Ægisdóttir... algjör prinsessa...