« Home | Dagur 2Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í h... » | 15. október » | Það er nú svosem ágætt að hafa núna eitthvað til a... » | nýr teljari á síðuna!! » | Lægð liggur yfir landinu... » | Ekki alveg dauð... » | bloggar.is » | loksins myndir af húsinu okkar.... » | Við að skrapa veggfóður.... » | nýja ættarsetrið okkar... » 

miðvikudagur, október 18, 2006 

Dagur 4

Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávaxtasúrmjólk. Mjög gott.
Svaf mjög vel í nótt og dagurinn í dag er bara búinn að vera með allra besta móti, höfuðverkurinn varla látið á sér kræla, örugglega að þakka góðu kveðjunum í gær.
Veðrið í dag er búin að vera ágætt, dálítið rok og kalt en nokkuð bjart og sást meira að segja til sólar. Skellti mér í göngutúr með myndavélina hér í nágrenninu, mér finnst alveg æðislegt að vera hérna (fyrir utan það að vera hérna ein), en hlakka mjög til að fá hann Sigga min til mín.
Ekkert verið að gera í dag og ég er alveg komin með hnút í magann að þetta sé lognið á undan storminum, búin að renna yfir bók sem er hérna um fyrstu viðbrögð og held bara að ég sé til í slaginn (eða allavegana eins mikið tilbúinn og maður getur verið).
Hitti hann Guma Axel, vin Þóru og Bjarka, í hádeginu í dag og hann ætlar að fara með mig um svæðið á morgun. Hann var svo að fara til Seyðisfjarðar og ætlar að kaupa fyrir mig nammi gott til að maula... mmmm...
Hann sagði mér að hinar stelpurnar sem eru hérna hafi verið að segja í gær:
,,hvað er ÞESSI eiginlega að gera HÉRNA?
Gummi: ,,hún er hjúkkan hérna núna?
dömurnar: ,,neihei getur sko ekki verið, hún er ekki nema í mesta lagi 21?
Gummi: ,,jú hún er örugglega að verða 27 ára?.
HAHAHAHA, þær hafa orðið eitthvað stressaðar um að ég væri að fara að veita einhverja samkeppni hérna á svæðinu, þær hafa kannski heyrt talað um það að Arnarfell sé núna með myndarlegasta strafsmanninn á svæðinu en ekki eldhúsið eins og einn borðfélaginn minn orðaði það um daginn. Hann sagði að ég væri svo rosalega myndarleg að ég hlyti að vera frænka hans og spurði hvort ég væri skyld Mugga hennar Halldóru Magg því það væri sko frændi hans, en ég svekkti hann örugglega með því að segja að ég héldi nú ekki.... hahahaha, ég náttúrulega eldroðnaði í framan eins og mín er von og vísa og rauk af stað til að fá mér grjónagraut. Held að ég þurfi bara að fara að setjta upp einhvern gervi trúlofunarhring til að þær viti að ég er frátekin og veiti þar af leiðandi enga samkeppni í þessum málum hér. Merkilegt samt með kvenfólk, allir karlarnir svo almennilegir, bjóða góðan daginn, segja ,,verði þér að góðu?, spyrja mig um dvölina hérna o.s.frv. en engin af þessum dömum sem hér eru hafa svo mikið sem boðið góðan daginn, merkilegt nok. En ég er svosem ekkert að flagga fram mínum vinskap hérna, hangi bara í mínu húsi og glápi á TV, hef ekki ennþá farið yfir í næsta skála til að horfa á TV þar. Mér finnst ég bara svo rosalega skemmtileg að ég þarf ekki annan félagsskap, hahahaha. Vá það er greinilegt að ég hef ekki talað við nokkurn mann í tvo daga fyrir utan í matsalnum og í símann, er bara farin að bulla og bulla...
Eigum við á ekki bara að láta þetta gott heita í dag, gott sjónvarpskvöld framundan, ætla að horfa á kollega mína í ER og sjá hvort þeir geti ekki kennt mér eitthvað um hjúkrun...

Kossar og knús
Myndarlegasta daman á svæðinu (sem allir halda örugglega að sé svona feit en ekki með barn í maganum). Ætti kannski að fá mér svona bol sem á stendur It´s a baby not a belly...

hahahaha langmyndarlegust og flottust;-) Konur eru svo ruglaðar, mynda sér eitthvað ákveðið yfirráðasvæði tíhí. Áfram með þessa pistla, hef gaman af þeim.

hahahaha tu ert nu meiri snillingurinn:)langmyndarlegasta hjukkan alla veganna to vida vaeri leitad:) Yndislegt ad lesa bloggid titt og vona eg ad tu verdir afram svona dugleg ad blogga:) kaerar kvedjur fra sviss

frábært að lesa svona af þér á blogginu og fylgjast með dögunum hjá þér á fjöllum... mér finnst þú alger hetja elsku sys. frábært að safna svona í reynslubankann til nota seinna meir þegar á þarf að halda.
einkaspæjarinn minn þarna uppfrá hafði einmitt "heyrt" að þessar gellur þarna á hnjúkunum eru að smjatta á þér :-) hehe
þegar nýtt blóð mætir á svæðið skiluru.....
kveðja þóra sys

Skrifa ummæli