« Home | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » | Dagur 4Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávax... » | Dagur 2Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í h... » | 15. október » | Það er nú svosem ágætt að hafa núna eitthvað til a... » | nýr teljari á síðuna!! » | Lægð liggur yfir landinu... » | Ekki alveg dauð... » | bloggar.is » | loksins myndir af húsinu okkar.... » 

laugardagur, október 21, 2006 

Dagur 7

Vá komin helgi og á morgun er ég búin að vera hérna í viku. Hljóðið í mér núna er miklu betra en síðast þegar ég skrifaði en auðvitað skiptast á skin og skúrir hjá mér eins og öðrum. Held ég sé bara orðin vön þessu mikla letilífi og ætli ég hætti ekki bara í vinnunni þegar ég kem heim til að geta tileinkað líf mitt sjónvarpi, handavinnu, svefni og bókum.
Fékk einn skjólstæðing í heimsókn í gær og annan í dag, bara brjálað að gera hjá mér. Leysti ég vandamál þeirra á svona 5 mínútum þannig að það er ágætis kaup yfir daginn, þá meina ég að vinna í 5 mínútur á dag.
Núna er ég öll að stressast yfir komu míns kæra Sigga en auðvitað þarf ég að gera mál úr því eins og öðru, ef það verður svo mikil hálka að hann komist ekki á bílnum okkar, hvernig á ég þá að koma honum uppeftir??? á ég að láta hann húkka sér? fá að skjótast sjálf ef það má? eða biðja einhvern að sækja hann? Ég þarf helst að vera komin með niðurstöðu í þessu máli fyrir mánudaginn, en allir sem ég þekki hér virðast vera í fríi þannig að það vandast málið. Ég þarf bara að anda inn og út og hugsa eins og svo oft áður "þetta reddast".
Er alveg að vera búin að horfa á allar DVD myndirnar sem ég kom með og er farin að spara, búin að setja þá reglu að þegar það er eitthvað í sjónvarpinu þá horfi ég á það en ekki DVD. Horfði t.d. á formúluna í dag, aumingja Schumacher (eða hvernig sem það er skrifað). Verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var orðin svolítið spennt yfir því hvort hann kæmist nú aftur inn á brautina áður en tímatökunni lauk, af því að þetta er nú síðasta keppnin hans og hann búin að koma með alla vini sína og fjölskyldu til Brasilíu til að fylgjast með loka keppninni sinni. Horfi æsi spennt á morgun hvort hann nái sér upp úr 10 sæti, eða kannski 20 ef hann þarf að fá nýja vél.... aha...
Frábær mynd líka á RÚV í gær, cheetah girls, æsi skemmtileg og gaf mér mikla lífsfyllingu í þetta einmana líf hér. Að horfa á 4 stelpur, náttúrulega af öllum kynþáttum og úr mismunandi stéttum þjóðfélagsins, stofna hljómsveit og ætla að verða frægar.. jadajadajada o.s.frv. og allt fór vel á endandum og allir urður aftur vinir. OJ.
Betri dagskrá framundan í dag.
Í dag var 4 dagurinn eða 5 þar sem ég sat ein að snæðingi við borð Arnarfells hf. en það kom ekki að sök í kvöld. Var bara fegin að enginn horfði á mig gúffa í mig þessa dýrindis pizzu, franskar með kokteil og svo ÍS í eftirétt. Sver það að ég er ennþá að springa. Hvítlauksbrauðið var svo sterkt af hvítlauk að ég ætla rétt að vona að ég fái engan til mín í kvöld eða morgun. Það var sko þykkt lag af brytjuðum hvítlauk undir ostinum......
Vá ætli þetta sé þá ekki orðinn nógu langur pistill um matinn og dagskrána á RÚV.
Heyrumst síðar!!

mmmm þetta er greinilega þvílík matarveisla þarna uppi á kárahnjúkum...svona yfirleitt alla veganna;) vonandi á þér eftir að líða vel þarna þennan tíma sem þú verður þarna...veit þú átt eftir að hafa það gott þegar hann siggi þinn kemur til þín:) er annars ekkert smá ánægð að þú sért farin að blogga aftur..óborganlegt að lesa færslurnar þínar...hafðu það gott og farðu vel með þig...kveðja frá alpastelpunni í sviss;)

Vá, það er greinilega langt síðan ég hef kíkt hér inn að forvitnast um þig. Bara allt að gerast :o)
Til hamingju með stækkandi maga :o)
Og njóttu einverunnar og matarins á Kárahnjúkum! Ég fór þangað í sumar, mjög fallegt víða þarna. Gaman að koma ofan í Laugavalladal ef þú hefur tækifæri til þess :o)
Hugsaðu vel um þig!
Kveðja, Ólína

Skrifa ummæli