« Home | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » | Halló halló » | Oh my god hvað mér leiðist.... » | hahaha.... tveir góðir fyrir helgina » | Ég lifi til að sofa... » | Ávallt föstudagur » | Sumarbústaðaferð dauðans..... » | Varð að testa » 

þriðjudagur, nóvember 18, 2003 

Ég er letingi að blogga....

Það er kominn þriðjudagur og ég hef ekkert látið heyra í mér síðan á fimmtudaginn, þetta er náttúrulega ekki hægt.
Ég sem ætlaði að vera svo stillt á föstudaginn gat það náttúrulega ekki og dröslaðist í bæinn með félugum af Skerjagarði, fórum á þjóðleikhúskjallarann og var rosa stuð. Svo rann upp laugardagurinn í öllu sínu veldu. Ég og Halla vorum rosa grand og létum Þóru systir mála okkur og svo vorum við öll svo flott klædd. Hittumst í #221 hjá mér til að sötra rauðvín áður en við fórum, strákarnir fóru að tínast inn og þeir voru allir svo flottir... ég á svo æðislega flotta og skemmtilega vini að það er ekki hægt að lýsa því.
Jæja nóg af hallæristali, fórum svo í afmælið og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir skemmtilega sápuóperuseni milli ákveðinni tveggja einstaklinga sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér.... hahaha
Sunnudagurinn fór í þynnku og át. Byrjuðum á KFC og fórum á James og tókum spólur, svo lágum við sjö heima hjá mér í 29 fermetrunum og horfðum á video og átum nammi og snakk. Það var ekkert smá nice.
Þannig að til að draga helgina saman í stutt mál má segja að það hafi bara verið gaman.
Verknámið gengur vel og er ég í þessari viku að heimsækja skólahjúkrun og ýmsa staði í bænum eins og t.d. hitt húsið og kvennaathvarið.
Ætla að láta þetta duga í bili og skrifa þá bara eitthvað meira næst, svo ætla ég að reyna að láta ekki hvert einsta blogg byrja á því að ég hafi verið að drekka um helgina, það verður ekkert þannig skrifað eftir næstu helgi allavegana....