« Home | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » | Halló halló » | Oh my god hvað mér leiðist.... » | hahaha.... tveir góðir fyrir helgina » | Ég lifi til að sofa... » 

þriðjudagur, nóvember 25, 2003 

Jólasnót :D


Ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég vaknaði í morgun. Alvöru snjór úti. Fór út og skóf af bílnum, brunaði á Eiðistorg þar sem kona úr heimahjúkrun sótti mig. Og viti menn, það var bara hríð úti. Mér fannst þetta æðislegt, er búin að vera að bíða eftir þessu síðan ég bjó á Hverfisgötunni með Hafdísi Ósk
Með þessum snjó kom líka bara jólaskapið hjá mér. Í gær leið mér þannig að ég slökkti á útvarpinu í staðinn fyrir að hlusta á jólalag. Í dag kem ég heim um hálf ellefu, fer að þrífa og hugsa um hvaða jólaskraut ég eigi. Set aðventukrans í gluggann (má samt ekki kveikja á honum strax) og svo komu Doddi, Kiddi og Halla í kaffi og þá var ég með jólasveinahúfu og setti jólalög á fóninn. Ja hérna hér....
Fór í dag og fræddi aldraða konu um vítamín og steinefni og þá er það bara að setja í fimmta gír og klára verkefnið fyrir föstudaginn. Er samt að fara að vinna á fimmtudaginn þannig að það þýðir ekkert annað en að vera dugleg í dag og á morgun, svo þarf á að nota helgina í að læra fyrir próf.....

Dadara, ég er samt í svo góðu skapi að ég er að springa.....
Jól jól jól
Kveðja
Jólasnótin