« Home | Jólasnót :D » | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » | Halló halló » | Oh my god hvað mér leiðist.... » | hahaha.... tveir góðir fyrir helgina » 

fimmtudagur, nóvember 27, 2003 

Jólin, jólin, allsstaðar

Jólaskapið er ekkert að minnka hjá mér og ér er búin að skreyta heima hjá mér. Vantar helst meira skraut.... hehe
Mikið að gerast í dag, Sigrún systir er að koma í bæinn í dag og verður hjá mér til laugardags, og svo er Hafdís Ósk að koma frá Patreksfirði og ég ætla að reyna að finna tíma til að hitta hana, það er alltaf svo brjálað að gera. ´
Er búin með öll verkefni sem ég þarf að skila, á bara eftir að fínpússa og setja forsíðu, og þá er það bara að byrja að læra fyrir próf... jibbí
En það er allavegana kominn tími til að við hittumst vinkonurnar, en því miður eru Kristín og Heiða á Ísafirði og geta því ekki hitt okkur, en það verða þá allavegana ég, Halla, Hafdís Ósk og Hafdís Gunn

Nú er að brjótast um í hausnum á mér hvort ég eigi nokkuð að vera fara heim næsta sumar að vinna, þetta er svo stuttur tími. Útskriftin er 19. júni þannig að ég mundi bara ná hálfum júni og svo júlí og eitthvað af ágúst því ég býst við að byrja fyrir sunnan 1. september. Veit bara ekki hvort það verður Kleppur eða A-7. Ég er alveg spennt yfir því að vinna 1-2 ár á kleppi... Þetta er bara allt svo erfitt, þurfa að fara að ákveða eitthvað svona, get ég ekki bara haldið áfram að vera námsmaður og búið á Stúdentagörðum hjá Höllu, Dodda og Kidda....
Jæja, ekkert væl, einhverntímann þarf maður að fullorðnast (Því miður).

Látum þetta duga í bili