« Home | próf, próf og aftur próf » | Jólin, jólin, allsstaðar » | Jólasnót :D » | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » | Halló halló » 

fimmtudagur, desember 04, 2003 

Geðsjúk

Svona í tilefni af því að það er próf á morgun verð ég að rífa mig frá bókunum (gegn mínum vilja) og skrifa pistil á heimasíðuna mína.

Semsagt, fyrsta próf í fyrramálið, Geðsjúkdómafræði.
Er búin að finna hvað er að mér og öllum mínum nánustu, ég er manísk, það sést á peningaeyðsluköstunum sem ég fæ svo annars lagið. hehehe
Þetta gengur bara ágætlega, þetta er ekki próf sem ég hef áhyggjur af, alltaf hægt að skrifa og skrifa. Vill svo heppilega til að þetta er ritgerðarpróf með fjórum spurningum....
Hef enga þolinmæði til að læra, er einhver sem á þolinmæðistöflur, svo vantar mig líka töflur sem gera mig ekki kærulausa og lata.....
Hummm er bara að skrifa eitthvað svo ég þurfi ekki að læra....
Rosa skemmtilegt, en ætla að hætta að bögga lesendur með þessu bulli...
Og já Harpa, djamm um áramótin, hvað meinaru, ég sem smakka ekki áfengi :D

Bless bless
Geðsjúka konan