« Home | Jólin, jólin, allsstaðar » | Jólasnót :D » | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » | Halló halló » | Oh my god hvað mér leiðist.... » 

mánudagur, desember 01, 2003 

próf, próf og aftur próf


Jæja þá er prófatíðin að byrja...
gleraugun sett upp og lært af krafti... Heilsugæsla samfélagsins, geðsjúkdómafræði, barnasjúkdómafræði og geðhjúkrun. Tíðin er að þessu sinni frá fimmta til fimmtánda desember. Held bara að ég hafi aldrei verið búin svona snemma.
Fór úr að borða á Föstudaginn með Sigrúnu (Digrúnu held ég nú bara hehe), Þóru og Írisi frænku. Íris frænka átti afmæli og varð xx ára (má ekki segja).
Kíktum á apótek og fórum heim um miðnætti, þetta var rosa fínt kvöld.
Eyddi laugardeginum í að versla með Þóru jólagjafir fyrir pabba til mömmu og svo kláruðum við að versla fyrir krakkana hennar Sigrúnar.

Á laugardaginn kíktum við klíkan á Ragga í kökuboð sem endaði í bjórdrykkju og ferð á sólon. Það var rosa fínt, það var tekin mynd af okkur en við höfum líklega ekki verið nógu falleg til að koma á netið.... hehe
Erum að fara í bío á mystic rivers, læt vita síðar hvernig hún er.
Á meðan segi ég bara
May the force be with you when you are studying for exames :D