9. júní 2005...

jæja þá, kominn 9. júní, sól skín í heiði og það er fallegur dagur frammundan. Aftur á móti sit ég hér við tölvuna á sjúkrahúsinu klukkan er fimmhundruð og já ég er á enn einni næturvaktinni, og margar framundan í júní... huhummm.
Síðasta helgi var bara alveg frábær, afmælið stórskemmtilegt og vil ég þakka öllum sem komu þar við sögu að gera þetta kvöld að ævintýralegri skemmtun.
Næsta helgi framundan (byrjar maður annars ekki alltaf STRAX að plana helgar eftir að ein er búin, hehe), og er ég að spá í að bregða mér af bæ, keyra göngin yfir í Súgandafjörð og leggja bílnum hinum meginn á móti Suðureyri og setjast að í Afahúsi í Selárdal yfir helgina (vá ekkert smá skáldlegt og á maður kannski ekki að setja svona nákvæma staðsetningu á netið, ehhh). Bústaðurinn er að vísu ekki alveg tilbúinn eftir lagfæringu en það er rennandi vatn, olía og klósett. Maður verður svo bara að imprevæsa.

Þeir sem hafa áhuga á að dvelja með mér um stund að þessum dýrðar stað eru vinsamlegast beðnir að hringja í mig prívat og persónulega nú eða bara skrifa comment hér á síðuna og ég les það þá næstu nótt :)
Untill we meet again
Góða skemmtun á ættaróðalinu sæta mússí múss!!
Við heyrumst:-)
Posted by
Nafnlaus |
júní 09, 2005
Er gódkunningi sumra allaf a Ísafirði?
Sá mynd af honum og þér sem mig grunar að hafið erið tekin á sjallanum :)
Já en góða skemmtun í Súgandafirði :)
Posted by
Nafnlaus |
júní 13, 2005
Býr víst á ísó núna....
góð mynd.. veit ekki hvað sumir segja við henni...
Posted by
Nafnlaus |
júní 13, 2005
Heisanna hopsanna:) eigum við að fara að jamma? Það er mánudagur og ég er farin að hlakka til helgarinnar:) ALKÓHÓLISTI og STOLT AF ÞVÍ:)
Posted by
Nafnlaus |
júní 13, 2005
hehe... held að ég sé það líka.. afmæli hjá Dísu á laugardaginn.. en hvað á annars að gera á miðvikudaginn? er ekki frí 17. júní? ég er í fríi til fimmtánhundruð... og hef því laust pláss á miðvikudagskvöldið...:)
Posted by
Nafnlaus |
júní 13, 2005
Þetta er alveg frábært. Ég held að það sé alveg hægt að svumla (drekka bjór í sólinni) bara og hafa það gott þá er ég að tala um sólina inn í firði:) hehehe... En á föstudagskveld ætlum við Hátjú (Hafdís Gunn) að borða með afa en eftir það erum við lausar:)
Posted by
Nafnlaus |
júní 14, 2005