« Home | Til hamingju með afmælið.... » | 9. júní 2005... » | Hann á ammó í dag.. » | Ammæli... » | Sumarlegt... » | Ömurlegt... » | Áfram Selma... » | Mánudagur til.... » | Ekkert voðalega hættuleg.... » | Var á næturvakt... » 

fimmtudagur, júní 16, 2005 

Slysaskot í Palestínu...

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.


Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmu sveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn
(Kristján frá Djúpalæk)

Er að lesa Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur, sá þetta ljóð þar og var búin að steingleyma að það væri til. Las það í einhverri bók þegar ég var "ung" og man hvað mér fannst það rosalegt...Búin að hugsa svo mikið um það að ég varð að finna allan textann og setja hann á netið. Ekkert voðalega upplífgandi en.. aníveis.

Ég er alltaf að reyna að koma með hugmyndir að einhverju ferðalagi og það nýjasta er Bíldudals grænar baunir 23-25 júní, skoðið dagskránna hér
Tjáið ykkur um þetta :)

Gleymdi að segja að þeir sem vilja ekki koma á grænar baunir eru frekar "leiðinlegir". Bara koma þessu á framfæri ;)

þig langar bara að fara til að geta sofið í tjaldi!

Sem betur fer er ég skemmtileg því ég ætla á grænar baunir og það er eins gott að sumir mæti enda eru þeir annars bara "leiðinlegir" :) Og hverjum langar nú ekki að sofa í tjaldi :)

já ég vil sko alveg koma en get það því miður ekki :-(
þannig að ég er ekki leiðinleg he he

þetta var ég ;-)

Skrifa ummæli