« Home | aha... » | carppidícrap... » | Nenni ekki... » | Grænar baunir... » | Hvað er ekki hægt að finna á netinu.... » | Slysaskot í Palestínu... » | Til hamingju með afmælið.... » | 9. júní 2005... » | Hann á ammó í dag.. » | Ammæli... » 

fimmtudagur, júlí 14, 2005 

Sumarið...

...er loksins komið.

Er bara búin að bíða í allt sumar eftir þessum degi sem var í gær. Var að vinna til eitt og gat því notið veðublíðunnar í garðiunum í Hafraholtinu. ER á næturvakt og finn aðeins fyrir því að ég hafi verið í sól í dag, maður er náttúrulega ekki Íslendingur nema maður helli sér útí sólböðin alveg á fullum krafti... hehe.
Er á næturvakt og ber á mig ört aloe vera gel.. var víst búin að gleyma því að kroppurinn sá síðast sólarljós síðasta sumar af því að ég tók þá ákvörðun að hætta að fara í ljós.. hehe. Verð allavegana brún þegar roðinn er að mestu farinn.
Búin að fara tvisvar í golf og finnst mér það mjög gaman, stefnan er tekin á Sickhouse open í Ágúst sem er árlegt golfmót sjúkrahússins, fólk má semsagt vera mjög lélegt að spila á því móti. Held samt bara að mér sé að ganga ágætlega, hitti allavegana eiginlega alltaf á kúluna en er lélegri í að miða á rétta staði.

Annars er Ögurball á næsta laugardag, ég er ennþá að hugsa málið hvort ég eigi að fara, er núna meira á því að fara ekki, en svo er aldrei að vita hvað ég hugsa á morgun.
Gúrkan er á leiðinni í bæinn, ætlar að leggja af stað í Flókalund í dag og koma svo á puttanum til Ísafjarða. Ég (Gulrótin), Thelma (paprikan) og Engilráð (gúrkan) ætlum svo að hittast annað kvöld og spila kana eins og brjálæðingar, langt síðan síðast...

Þangað til næst... verið góð við hvort annað! (var það ekki annars einhvernveginn svona sem Jerry Springer orðaði það?)

þú stendur þig vel í golfinu;-)og mætir örugglega í toppformi á sickhouse open.

Það verður ábyggilega alveg hrikalega gaman hjá ykkur að spila kana....langar soldið að vera með! Luv ya.

Djö ertu góð í golfinu,átt efitr ð rústa þessu móti! Enda gerirðu ekki neitt nema með krafti elskan mín;-)

Skelltu þér á Ögurball og haltu uppi heiðri mínum!!
Ciao bella

Þú færð allavega verðlaun fyrir frumlegustu sveifluna:)
Kristín mín, við tökum bara kana við tækifæri. Er sko meira en til í það...eða þess vegna Hornafjarðar-manna sem er ennþá skemmtilegra spil.

Hornarfjarðar manna... er það til? hehe
Frumlegustu sveifluna..hmmmm

Skrifa ummæli