Snjórinn.
Mér finnst snjórinn svo rómantískur, held að ég sé sú eina í heiminum.
Sumarbústaður um helgina, bara snilld. Skemmti mér konunglega og get ekki beðið eftir að verða boðið aftur.
Elsku Palli og Svava, takk fyrir frábæra sumarbústaðaferð....
Stelpukvöld á laugardaginn, Halla og Sunna í bænum. Hittumst heima hjá Heiðu, ég, Hafdís, Kristín, Sunna og Halla. Borðuðum saman og hlógum hátt og mikið.
Elsku bestu vinkonur, takk þið líka fyrir frábæra skemmtun. ´
Flestir gistu heima hjá Heiðu og svo daginn eftir var vaknað, horft á barnaefnið á RÚV og borðað fullt af nammi... ummm.
Halla og Sunna fóru svo uppúr hádegi og þá fóru ég, Hafdís og Heiða að sækja Ívar Tuma, skelltum okkur svo uppdúðaðar út í garð að leika í snjónum.
Ahhh fórum svo inn og bökuðum geggjaða súkkulaðiköku og gerðum brauðrétt og svo auðvitað var étið á sig gat...
Bara gaman...
Held að næsta helgi sé önnur helgin síðan ég flutti til Ísó að ég er ekki búin að plana strax hvað er um að vera!!! Einhverjar hugmyndir.
Já og þessi klukkleikur.
Fimm gagnslausar upplýsingar um mig
1. Nota skó númer 36-37
2. Finnst bjúgu ógeðsleg
3. Finnst da vincis inquest á S1 ÖMURLEGIR þættir
4. Finnst veturinn rómantískur
5. Nota closan flush í klósettið heima hjá mér
Þá ætla ég að klukka, Sigrúnu, Þóru, Siggu Rún, Thelmu og Ingu Ósk....
Takk fyrir mig sæta! Þetta var æðisleg helgi! sjáumst!
Posted by
Nafnlaus |
september 26, 2005
mér finnst snjór líka rómantískur, púðursnjór!
Posted by
Halla Maria |
september 26, 2005
Takk fyrir síðast. Luv u
Posted by
Nafnlaus |
september 28, 2005
mig langar í nammi....
Posted by
Nafnlaus |
september 30, 2005