« Home | Dagur 7Vá komin helgi og á morgun er ég búin að ve... » | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » | Dagur 4Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávax... » | Dagur 2Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í h... » | 15. október » | Það er nú svosem ágætt að hafa núna eitthvað til a... » | nýr teljari á síðuna!! » | Lægð liggur yfir landinu... » | Ekki alveg dauð... » | bloggar.is » 

mánudagur, október 23, 2006 



Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúrnum, var ekki nógu gott skyggni til að taka mynd af umhverfinu, geri það næst), rétt náði góða veðrinu áður en fór að hvessa og snjóa.
Siggi kemur á morgun, lagði af stað frá Ísafirði í hádeginu í dag og ætlar líklega að gista á Tannastöðum í nótt.
Fór í gær rúnt um svæðið með Gumma Axel, þetta eru nú miklu meiri framkvæmdir en ég hafði ímyndað mér. Hann er líka rosalega góður í að láta mann skipta um skoðun. Veit allt um þetta hérna. Hann ætlar svo að fara með okkur Sigga upp að aðalsvæðinu í vikunni.
Blahblah... andinn hvarf, skrifa kannski meira seinna í dag.



Mynd af teppinu fræga, er búin með 1/3, hef líka nógan tíma til að klára.

hey sé enga mynd:-(

Geturðu ekki skotið nokkur hreindýr og sent mér, fyrst þú ert þarna fyrir austan, ískápurinn minn er nefnilega tómur.
já og til hamingju með krílið!

Sæta sæta sæta ólétta skvísa lengst upp á hálendi í kuldarassgati !!! Sumar konur fá bara æði fyrir súrum gúrkum eða malti á meðgöngu, ja sumar borða líka sinnep í tonnatali en þú færð einbúaveikina og ferð upp á Kárahnúka..( veit að það eru margir þarna uppfrá en halló ! )
Hlakka til að fylgjast með þér sæta.. hlakka svo til næsta árs þegar allir fara að gjóta ;O) fullt af litlum vinkonukrílum út um allt land ;O)
Hilsen fra Danmark

Ooh þú ert svo sæt! Ekkert smá dugleg að prjóna, vildi ég væri svona dugleg hehe. Kossar og knús

þú lítur vel út og flott teppi. gott að vita að þú ert að njóta þess menningarumhverfis sem er þarna upp frá. en ég veit ekki enn hvað eru mörg skref frá skálanum þínum til mötuneytisins

gangi þér vel að prjóna

mgj

Skrifa ummæli