« Home | Geðsjúk » | próf, próf og aftur próf » | Jólin, jólin, allsstaðar » | Jólasnót :D » | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » | ARG.. Mánudagur.. » | Skór, skór, skór og aftur skór... » 

föstudagur, desember 05, 2003 

Fyrsta prófi lokið

Þá er fyrsta prófinu lokið og aðeins þrjú eftir. Sat í prófinu í rétt rúman klukkutíma og skrifaði af minni alkunnu snilld ritgerðarspurningar um schizophreniu og sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir, á níu blaðsíur. Þetta gekk bara alveg ágætlega, ruglaðist aðeins í spurningunni um sjálfsvíg og tilraunir, en HELD að þetta slefi í sjö. Er örugglega með fullt hús stiga í schizophreniu spurningunni.
Vaknaði klukkan sex í morgun til að lesa meira fyrir prófið og það er alveg ótrúlegt að vakna svona snemma, engin umferð og enginn á ferli. Bara nokkuð friðsælt yfir Reykjavíkinni, aldrei þessu vant.
Tek mér frí í dag frá bókunum og byrja af krafti að lesa fyrir Geðhjúkrun á morgun. Ætla að fara í mat til Steinu frænku og ætla að sitja þar sem fastast yfir Simspons og Idol.
Veit ekki hvað ég á að gera af mér svo þar sem allir eru í svo miklum lærdómi að þeir hafa ekki tíma til að leika við mig. Þeir sem hafa tíma mega endilega hafa samband við undirritaða hahaha.

Ein glöð