
Úfff það eru 9 vikur eftir.. ekki það að ég sé orðin þreytt heldur er þetta bara svo ótrúlega lengi að líða.
Dreymdi í nótt að við hefðum eignast strák og var þetta nú ekkert mál í draumnum að eignast eitt stykki barn. Aðal efni draumsins var legan á fæðingardeildinni en þar sem að ég var starfsmaður hjá stofnuninna þá þurfti ég ekki eins mikla umönnun. Þurftum að fara út um allt hús að leita að sængum til að sofa með og sængurfötum. Siggi var nú reyndar hjá mér í draumnum þar sem að ég var ein á deildinni (algjör lúxus og vona ég að það verði þannig um miðjan apríl)... ég fékk enga tilsögn eða eftirlit með brjóstagjöf og ég vaknaði eiginlega bara í panik kasti þegar ég áttaði mig á því í draumnum að strákurinn var ekkert búinn að drekka í rúman sólahring....
Fróðar konur hér í vinnunni segja að það boði gott að dreyma sveinbarn og sérstaklega ef það er manns eigið, þannig að þetta á ekki eftir að verða neitt mál (krosslegg fingur).
Krílið dafnar vel og samkvæmt netinu er það nú 30cm og eitt og hálf kíló. Það er alltaf með hiksta, svona 4-5 sinnum á dag, frekar einkennileg tilfinning, svona eins og auka hjartsláttur inni í manni. Annars er allt gott að frétta af okkur, ótrúlega róleg ennþá þannig að það er kannski bara eins gott að tíminn skuli vera svona lengi að líða. Annars erum við bæði bara orðin rosa spennt og hlökkum til að takast á við þetta allt saman :=)