« Home | Öðru prófi lokið » | Fyrsta prófi lokið » | Geðsjúk » | próf, próf og aftur próf » | Jólin, jólin, allsstaðar » | Jólasnót :D » | Ja hérna » | Mið vika » | Ég er letingi að blogga.... » | Kæra dagbók... » 

laugardagur, desember 13, 2003 

Dadara



Híhí greyið strákurinn....
Þriðja prófi lokið í gær... Gekk ekki alveg eins vel og ég hefði viljað. Vona samt að ég fái sex til að ná prófinu og þá enda ég með sjö í lokaeinkunn... Krossleggjum fingur og vonum það besta, ef ég næ ekki prófinu þarf ég að fresta útskrift þar sem að endurtekt er ekki fyrr en næsta sumar BÖMMER en ég vona vona vona að ég hafi náð því.. Það eru nú einu sinni jól og kannski eru kerlingaálkurnar í hjúkrunarfræðideild í jólaskapi og gefi rausnarlega fyrir svör. :D
Laugardagur og ég vaknaði klukkan níu og fór í kaffi til Kidda, ég þrái að sofa út, get ekki beðið eftir að prófin eru búin, en þá tekur bara við vinna. Er að vinna á kvöldvakt þriðjudag og miðvikudag og svo morgunvakt fimmtudag og föstudag, þetta er svona sirka fjörtíuþúsund sem ég fæ fyrir þessar fjórar vaktir, ekki slæmt.
Horfði á Idol í gær hjá Steinu frænku, var rosalega ánægð að Rannveig hafi farið heim, held minnst með henni, Tinnu og Ardísi, mér finnst allir strákarnir æðislegir og Anna Katrín frá Akureyri. Helgi Rafn sýndi sig og sannaði þegar hann sögn play that funky music, glæsileg frammistaða hjá honum. Jón Sigurðsson var ekkert smá flottur í saturday night fever jakkafötum, þau voru blá og svo tók hann diskósporin eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að dansa diskó.
Heiða úr 404 er farin til Akureyrar og gaf mér í skóinn í morgun, þegar ég var að fara í kaffi var poki fyrir utan hurðina með mandarínum, kóki og jógurt. Hefur verið að hreinsa úr ískápnum áður en hún færi heim, híhí.
Ætla að kíkja í kolaportið í dag með Þóru systir svo fer ég að passa í kvöld hjá Steinu og Einari, þau eru að fara í eitthvað afmæli.
Á næstu helgi verður sko djammað, bjórkvöld á föstudagskvöldið þar sem hjúkrunarfræðinemar, læknanemar, tannlæknanemar og sálfræðinemar hittast og fá sér veigar í húsi sjálfstæðisflokksins á seltjarnarnesi.... Humm húsi sjálfstæðisflokksins... Læt mig hafa það af því að það er partý þar... híhí
Svo á laugardaginn er Tóti búinn að skipuleggja dinner heima hjá sér, það verða nú frekar fáir af okkur samlokunum, en ég býst við að það verði ég, Raggi, Kiddi og Tóti, veit ekki með Val. Doddi er að fara að halda matvælapartý og greyið hún Halla mín er að vinna á austur india fjelaginu.
Svo verður haldið á heimaslóðir á sunnudeginum á bílnum hennar Þóru systir ef nagladekkin leyfa það, ég, Doddi og Halla.
Er að skirfa blogg af því að ég á að vera að læra fyrir barnasjúkdómapróf sem er á mánudaginn, en kommon maður má nú taka sér pásu er það ekki?
Kærar kveðjur og ég vona að það fari að koma almennilegur snjór hér í borgina.