Liggaliggalái...
Halló halló... jörð kallar.. Hrafnhildur Ýr er búin í prófum..
Fór í síðasta prófið klukkan hálf tvö í dag, sat ekki lengi, rétt einn og hálfan tíma, var svo æst að komast út og segja öllum að ég væri búin í prófunum í þetta skipti... Ekkert smá góð tilfinning að labba út úr síðasta prófinu og svo er svo merkilegt að þegar síðasta prófið er búið þá er eins og allar upplýsingar sem maður hefur verið að sanka að sér í próflestri leki út um eyrum... Merkilegt nok
Fór í smáralind seinnipartinn með Höllu, kláraði að kaupa jólagjafir og þar með er það afgreitt. Keypti svo líka smávegis fyrir mig, svona í tilefni dagsins. Varð að finna eitthvað við fína nýja doppótta pilsið sem ég keypti í síðustu viku.. Er þá komin með dressin fyrir jólin og sérstaklega næstu helgi þar sem það verður sko slett ærlega úr klaufunum....
Jæja ætli maður láti þetta ekki duga í bili, nýju sambýlingurinn fer að koma heim. Hafdís Gunn gistir hjá mér þangað til á sunnudaginn.. Það verður bara ágætt að hafa hana hjá mér, þá getum við spjallað áður en við förum að sofa og farið í koddaslag. Halda annars ekki allir strákar það að þegar tvær stelpur gista hjá hvor annarri þá séu þær alltaf fáklæddar í koddaslag... hahaha
Fór í síðasta prófið klukkan hálf tvö í dag, sat ekki lengi, rétt einn og hálfan tíma, var svo æst að komast út og segja öllum að ég væri búin í prófunum í þetta skipti... Ekkert smá góð tilfinning að labba út úr síðasta prófinu og svo er svo merkilegt að þegar síðasta prófið er búið þá er eins og allar upplýsingar sem maður hefur verið að sanka að sér í próflestri leki út um eyrum... Merkilegt nok
Fór í smáralind seinnipartinn með Höllu, kláraði að kaupa jólagjafir og þar með er það afgreitt. Keypti svo líka smávegis fyrir mig, svona í tilefni dagsins. Varð að finna eitthvað við fína nýja doppótta pilsið sem ég keypti í síðustu viku.. Er þá komin með dressin fyrir jólin og sérstaklega næstu helgi þar sem það verður sko slett ærlega úr klaufunum....
Jæja ætli maður láti þetta ekki duga í bili, nýju sambýlingurinn fer að koma heim. Hafdís Gunn gistir hjá mér þangað til á sunnudaginn.. Það verður bara ágætt að hafa hana hjá mér, þá getum við spjallað áður en við förum að sofa og farið í koddaslag. Halda annars ekki allir strákar það að þegar tvær stelpur gista hjá hvor annarri þá séu þær alltaf fáklæddar í koddaslag... hahaha

